miðvikudagur, mars 23, 2005

Alveg blússandi...

... föstudagsfílíngur, þrátt fyrir að í dag sé miðvikudagur.

Kærkomið 5 daga frí framundan.

Stefnan er tekin á að:
a) spila sem mest golf
b) læra sem allra mest
c) horfa á fjöldan allan af 24 þáttum
d) horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef verið að ná í
e) og náttúrulega Lost þættirnir, sem nú eru aftur að vinna á. Jack góður!!!

Hlakka mikið til að horfa á þessa mynd með þessum gæja í aðalhlutverki. Hann er einnig hérna að blogga. Fyndinn náungi.

Annars eigum við Harpa í dag 6 ára samvistarafmæli. Af því tilefni ætlum við að bregða okkur á Tapas-barinn í kvöld. Heimildir herma að þetta sé mjög góður staður.

Annars skilst mér að hún Þórey Hildur, 3 daga gömul frænka mín, hafi það mjög gott.
Ætla að tjekka á henni fljótlega.

Kveðja,
Hagnaðurinn