laugardagur, mars 12, 2005

idol - stjörnuleit...

Chelsea sigraði Barcelona í idol-stjörnuleit seint í gærkvöldi.

Barcelona var betri aðilinn í leiknum, var miklu meira með boltann (possession 70-30), átti fleiri markskot, og voru hættulegri allan leikinn.

Þrátt fyrir þetta skoruðu Chelsea eina mark leiksins úr vafasamri vítaspyrnu sem hliðhollur dómari leiksins hreinlega gaf. Chelsea slapp því naumlega með Skrekkinn.

Talið er að Chelsea hafi keypt Skrekkinn af gömlum farandsala í Chelsea-hverfinu á Manhattan fyrir skömmu. Skrekkurinn sá var upphaflega framleiddur af öldruðum langafa Hagnaðarins.

Meira verður ekki ritað um idol-stjörnuleit á þessari síðu um aldir alda.

Where is Mamud Faheen???
Jack