Fundamental vika...
Þar var Dr. Burton G. Malkiel aðal-ræðumaður kvöldsins. Hann er einmitt höfundur bókarinnar "A Random Walk Down Wall Street". Fínasta bók sem ég keypti mér einmitt skammt frá Wall Street í maí síðastliðnum, nánar tiltekið í Barnes & Noble á 5.tröð.
Í ræðu sinni lagði Dr. Malkiel mikla áherslu á fjárfestingar í vísitölusjóðum og kom með mjög sannfærandi rök fyrir því hvers vegna það væri skynsamlegasta fjárfestingin til lengri tíma litið. Nokkuð áhugavert, en lítið nýtt svo sem.
Dr. Malkiel er maður sem borðar eitt epli á dag, alla daga vikunnar.
Sæmilega áhugavert framan af, en ekkert spes.
Sigurður átti hins vegar frábæran endasprett, þar sem hann sýndi fram á hvernig "nýjar leiðir" Íslandsbanka skiluðu 180% ársávöxtun! fyrir eitthvað safn sem hann og hans menn höfðu valið (á einhvern hátt sem var ekki útskýrt). Mátti jafnvel túlka orð Sigurðar eins og hann hefði fundið upp nýja peningavél. Það verður spennandi að sjá hvort hann muni ekki bara hætta í bankanum og græða óstjórnlega á braski með hlutabréf.
Ég gæti trúað því að Sigurður borði 7 epli á sunnudögum.
Annnars hrósa ég Íslandsbanka fyrir mjög vel heppnað kvöld. Mætingin var frábær, og fullur salur á Nordica. Einnig eru bækur Íslandsbanka, Hlutabréf og Eignastýring og Verðmætasta Eignin mjög gott innlegg í fjármála umræðuna hér á landi.
Brian Tracy að koma til landsins.
Menn segja: "Þetta er drulludýrt"
Ég segi: "Ekki spurja hvað kostar að fara... spurðu frekar hvað kostar að fara ekki"
An apple a day keeps the doctor away,
Rónarinn
* Brá mér áðan á Vorfund Íslandsbanka-Eignastýringar *
Þar var Dr. Burton G. Malkiel aðal-ræðumaður kvöldsins. Hann er einmitt höfundur bókarinnar "A Random Walk Down Wall Street". Fínasta bók sem ég keypti mér einmitt skammt frá Wall Street í maí síðastliðnum, nánar tiltekið í Barnes & Noble á 5.tröð.
Í ræðu sinni lagði Dr. Malkiel mikla áherslu á fjárfestingar í vísitölusjóðum og kom með mjög sannfærandi rök fyrir því hvers vegna það væri skynsamlegasta fjárfestingin til lengri tíma litið. Nokkuð áhugavert, en lítið nýtt svo sem.
Dr. Malkiel er maður sem borðar eitt epli á dag, alla daga vikunnar.
*****************************************************
Sigurður B. Stefánsson framkvæmdarstjóri Eignastýringar Íslandsbanka flutti síðan erindi.Sæmilega áhugavert framan af, en ekkert spes.
Sigurður átti hins vegar frábæran endasprett, þar sem hann sýndi fram á hvernig "nýjar leiðir" Íslandsbanka skiluðu 180% ársávöxtun! fyrir eitthvað safn sem hann og hans menn höfðu valið (á einhvern hátt sem var ekki útskýrt). Mátti jafnvel túlka orð Sigurðar eins og hann hefði fundið upp nýja peningavél. Það verður spennandi að sjá hvort hann muni ekki bara hætta í bankanum og græða óstjórnlega á braski með hlutabréf.
Ég gæti trúað því að Sigurður borði 7 epli á sunnudögum.
Annnars hrósa ég Íslandsbanka fyrir mjög vel heppnað kvöld. Mætingin var frábær, og fullur salur á Nordica. Einnig eru bækur Íslandsbanka, Hlutabréf og Eignastýring og Verðmætasta Eignin mjög gott innlegg í fjármála umræðuna hér á landi.
*****************************************************
Brian Tracy að koma til landsins.
Menn segja: "Þetta er drulludýrt"
Ég segi: "Ekki spurja hvað kostar að fara... spurðu frekar hvað kostar að fara ekki"
An apple a day keeps the doctor away,
Rónarinn
<< Home