fimmtudagur, mars 31, 2005

Streetball...

... tímabilið er að hefjast.
Prufukeyrði ég Lindarskólann í gær. Körfurnar eru að koma vel undan vetri. Skotið er líka gott. Mjúkur í hnjánum. Gott flæði á skotinu. Hliðarhreyfingar snöggar.

Ég hef ákveðið að vera Kobe Bryant á þessu leiktímabili.

Stóra spurningin er hverjir ætla einnig að spila: Jack, Óli Th., Chase, Stift, Saur, Eitur, Pres, Glæp. Allir þessir kallar. Og kannski fleiri til. Eða enginn.

Gaman væri ef menn myndu velja sér nafn fyrir sumarið. Heyrst hefur að Jack muni verða Ron Artest. Svona nagli. Skemmtilegast væri að vera núverandi leikmaður.
Óli=Dirk?
Stift=Ben Wallace?

Nei, ég segi bara svona.
Kobe Bryant