þriðjudagur, mars 08, 2005

Þetta helst...

... ég er mikill aðdáandi gamla einkunnar-kerfisins sem var notað þegar maður var í grunnskóla. Á undanförnum 24 klst. hefur þetta gerst:

Lélegt:
Chelsea sigraði Barcelona 4-2 og komst áfram í meistaradeildinni. Alveg hræðileg úrslit. Ekki bara að maður haldi svakalega með Barca, heldur gjörsamlega þoli ég ekki Chelsea og allt þetta helvítis snobb og viðbjóð og hroka sem er í kringum liðið. Faaaakkkkkkkk

Sæmilegt:
Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Djöfulsins andskotans væl alltaf hreint. Vantar miklu meiri jákvæðni. Einnig póstur Valgerðar. Já, bara allur framsóknarflokkurinn. Sorglegt pakk.

Gott:
manchester united eru dottnir út í meistaradeildinni. Það eru mjög ánægjuleg tíðindi. Hefði samt trade-að sigri Barcelona fyrir sigur manchester. I do.

Frábært:
Spurningakeppni trúfélaganna á Omega er eitthvað mesta snilldarsjónvarpsefni sem sést hefur. Datt inná þetta fyrir algera slysni um helgina og var bara kominn í dúndrandi Jósef og Maríu og Jesú fíling.
"Hvað voru margir lærisveinar í öðrum draum Jósefs" o.s.frv.

Já, svo er Damien Rice frábær.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn