þriðjudagur, mars 22, 2005

Hass vs. Kókaín...

... eins og lesendur mínir vita er ég mikill áhugamaður um sjónvarpsþættina 24. Mikill áhugamaður er líklegast understatement. Tel ég einnig að þeir sem fylgjast með þessum þáttum séu almennt gáfaðari en annað fólk.

Nýlega fór ég að hafa spurnir af "nýjum" þáttum sem væru alveg frábærir. Jafnvel semi-harðir 24 aðdáendur hafa verið að segja að þetta sé alvöru stöff. Þetta var svona nokkuð sterkur orðrómur.

Þessir þættir heita Lost og eru sýndir á ABC.

Í stórum dráttum fjalla þessir þættir um fólk sem lendir í flugslysi og endar á eyðieyju og þar að útkljá ýmis mál. Segi ekki meira. En það er nokkuð góð undirliggjandi spenna til staðar.

Það er mikið af áhugaverðum karakterum. Reyndar heitir aðal-dúddinn Jack, en eins og við vitum öll er bara einn alvöru Jack. Agent Baker er þarna, Sayid (Syed Ali?), Matrix gæi, Merry úr LOTR, auk margra annarra.

Núna er ég búin að horfa á 4 þætti af þeim 17 sem ég downloadaði um helgina.
Þetta byrjaði alveg rosalega en hefur síðan aðeins dalað, en ég ætla svo sannarlega að horfa áfram. Þetta er nefnilega alvöru stöff; annað en eiginlega allt sem er í sjónvarpinu þessa dagana.

Tjekk it out,
Hagnaðurinn