fimmtudagur, mars 17, 2005

Verðstríðið...

... fór í Bónus eftir vinnu í dag. Mér leiðist að fara í búðir. En í dag var smá öðruvísi.

Það var nefnilega allt svo helvíti ódýrt.

Dæmi:
- Piparpúkar (2 pakkar) á 112 kr. Sambærilegir púkar kostar 79 kr. pakkinn í 10-11 Austurstræti. Reyndar er verðstríðið ennþá á leiðinni í bæinn.
- Laukur á 1. kr. Endalaus haukur laukur sparibaukur.
- Gos á einhverja tíkalla.
- Skyr á svona 30 kr. Ísskápurinn er fullur af skyri. Fullur af því.

Þetta er náttúrulega ekki komið til að vera, frekar en hátt gengi krónunnar, en um að gera að detta aðeins í það í neyslunni.

Ég held það sé langt í annað eins neyslufyllerí.

Og verðbólgan bara á uppleið.

Efnahagskreppa?
Brotlending?
Blóðbað?
Lægð?
Tony
Yeah