sunnudagur, mars 27, 2005

Heimboð á Selfossi...

... rúlluðum á Selfoss í gær þar sem Simmi og Stiggriligg tóku á móti okkur. Einnig voru þar mætt Grái Glæponinn og Camilla. Á döfinni var að éta, drekka, og skemmta sér. Tókst það ágætlega.

Byrjuðum reyndar á því að sjá íslenska landsliðið skíttapa fyrir Króötum. Vá hvað við (þeir) voru slakir. Vá vá vá. Ég hef aldrei séð annað eins. Reka Ásgeir og reka Loga. Ekki síðar en á þriðjudaginn.

Á meðan fóru stelpurnar í kaupfélagið. Gerðu þær góð innkaup. Eins og alltaf. Svo var bara allt grillað þangað til gasið kláraðist og troðið þessu í grímuna á sér.

Síðar um kvöldið var svo farið í einhvern kvikmyndaleik, þar sem strákarnir tóku stelpurnar á pökkuðu þeim saman. Strákar vita bara meira um bíómyndir; ´þa ebbara þannig´.

Síðar um kvöldið var lífsgátan leyst... enn einu sinni.

Ipod-inn minn gerði gott mót. Sérstaklega þó Belkin Fm Transmitterinn. Mjög sniðug græja, t.d. fyrir bílinn....

Páskar páskar, jájá
Hagnaðurinn