þriðjudagur, mars 15, 2005

Rambo, He-Man og Jack Bauer...

... var að klára Rambo III og ég held að það sé slakasta myndin í þessari annars frábæru trílógíu.

Þrátt fyrir það sýnir Rambo sína bestu takta, sérstaklega þegar hann ræðst einn gegn rússneskri hersveit, sem og þegar hann tekur spýtu úr löppinni á sér (þá hetjudáð hefur Jack Bauer reyndar einnig sýnt). Báðir eiga það einnig sameiginlega að vera farnir að hlaupa ca. 15 mínútum seinna. Naglar maður.

Talandi um nagla.
Menn hafa undanfarið verið að velta fyrir sér Rambo vs. Jack vs. He-man
Hver er sterkastur?
Hver myndi vinna einvígi?



*** Þetta er rosalega flókin spurning og erfið ***

- Rambo er náttúrulega með Rambo-hnífinn og bogann, auk vélbyssunnar. Einnig er hann ónæmur fyrir sársauka. Einnig er Rambo með allskonar trikk til að drepa menn sem flottast. Helsti ókostur Rambo er hversu óskynsamur hann er.

- Jack er gáfaðastur. Hann er professional og hugsar gífurlega hratt og ekkert smáatriði fer framhjá honum. Hann er ofboðslega sterkur í borgarumhverfi, og þá sérstaklega inní byggingum. Einstaklega úrræðagóður og þolir mikinn sársauka.

- He-Man er soldið óskrifað blað. Hann er náttúrulega ofboðslega sterkur, auk þess að hafa sverð og skjöld. En hann er soldið old-school. Erfitt að sjá t.d. hvernig hann myndi eiga við sprengjuodda Rambo.

En hvað segið þið?
Hver skarar framúr?

Tony A.