mánudagur, mars 28, 2005

Stefnan er tekin á að:
a) spila sem mest golf
b) læra sem allra mest
c) horfa á fjöldan allan af 24 þáttum
d) horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef verið að ná í
e) og náttúrulega Lost þættirnir, sem nú eru aftur að vinna á. Jack góður!!!


NIÐURSTÖÐUR:
a) Kom ekki við eina einustu kylfu. Hugsaði samt mikið um að spila og dreymdi meira að segja golf. Það er bara ekki eins.

b) Svipað og með golfið. Las ekki einn staf. En var alltaf að fara að byrja. Það bara gerðist ekki.

c) Jú, þetta gekk nokkuð vel. Tók einhverja 5 þætti í seríu 4, auk þess sem ég byrjaði á seríu 3.

d) Stóð mig vel hérna.
Horfði á Million Dollar Baby, sem er frábær mynd. Smellum á hana 93/100*
Horfði einnig á Open Water. Góð mynd. Hafði raunar miklar væntingar. Stóð kannski ekki alveg undir þeim. 78/100*

e) Lost góðir. Tók nokkra þætti. Svo er þetta víst að byrja á Rúv núna í byrjun apríl.


Óvæntir atburðir sem voru ekki á opinberri dagskrá:
*** Heimboð til Danna og Kristjönu á föstudag. Spil og sötr.
*** Heimboð á Selfoss. Spil, matur, sötr.
*** Bakstur heima. Snúðar. Sexföld uppskrift. Með súkkulaði.
*** Skúringar. Þéttingsfast.
*** Skattaframtal. Alltaf jafn skemmtilegt. Skulda skv. mínum útreikningum. Fakkk.

Þetta hlýtur að vera minn flóknasta blogg to date.
Hagnaðurinn