fimmtudagur, mars 24, 2005

Tapas-barinn .... umfjöllun

... brá mér sem sagt á Tapas í gær. Hafði heyrt margar sögur um þennan stað. Meðal annars þetta:
a) "Fór einu sinni á þennan Tapas bar og var frekar ósáttur.....góður matur en litlir skammtar" - Kiddi Jó (rauðhærður)
b) "En þetta getur verið fjandi gott ef vel er valið" - Atli Eiturbyrlari

Ég fór allavega svangur af stað. Svona þokkalega svangur. Ekkert hungurmorða.

Ég nýtti mér World For 2 kort sem ég á. Ég nota það kort mikið. Margborgar sig og getur skilað góðum hagnaði. Einnig er ég meðlimur í Einkaklúbbnum. Það kort nota ég öllu minna.

Ég fékk mér eitthvað sem kallast "Óvissuferð" en það eru 7-9 tegundir valdar af eldhúsi hverju sinni
Harpa fékk sér hins vegar "Tapas nautabanans" sem inniheldur nautalundir, lambalundir, kjúklingalundir,grísahnakka og humarhala.
Þessu var svo skolað niður með rauðvínsglasi og vatni.

Ég fékk alveg ofboðslega mikið af mat. Kjúklingur á priki var mjög góður sem og hörpuskelin. Saltfiskurinn var hins vegar vondur. Hann var reyndar það síðasta sem ég borðaði, svo það er kannski ekki alveg marktækt.

Í heildina var þetta bara mjög gott og líklegt að maður fari þangað aftur. Örugglega gaman að fara þarna í góðum hópi.

Stjörnugjöf:
80/100*

Hagnaðurinn