fimmtudagur, mars 10, 2005

Tennis Tennis Tennis....

... langt síðan ég hef verið með tennis-blogg.

Lítið hefur breyst; ég er enn ósigraður síðastliðin 5 ár.

Í gær var einvígi á milli mín og Gráa Glæponsins. Hann hefur aldrei unnið mig. Hlýtur að vera einstaklega pirrandi að tapa alltaf, og það sérstaklega fyrir mér af öllum mönnum. Hann vinnur það reyndar upp á golfvellinum á sumrin.

Anyway.
Ég tók fyrsta settið í gær 6-3. Nokkuð sannfærandi. Hélt serve.
Í öðru settinu var Grái líklegur til afreka. Staðan 1-1 í game-um talið.
Þá sagði ég: "Ég held hreinlega að þú getir veitt mér smá keppni hér í dag".

Það reyndust vera stór mistök.
Svo fór að ég vann næstu 11 game!!!! Ellefu.
Hann hefur ekki unnið eitt sett á árinu.
En ég gef honum credit, hann mætir alltaf og tekur tapinu karlmannlega. Annað en Mourinho.

Lokastaðan:
6-3
6-1
6-0

Keppni í ásum:
5-2

Segjum þetta gott,
Peter Crouch