laugardagur, desember 31, 2005

Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins...

... hefur náð nýjum lægðum, og ég er hættur að horfa.

_________________________________

Ég óska lesendum mínum, fjölskyldu, vinum, ættingjum, vinnufélögum og öðrum sem ég gleymi gleðilegs nýs árs, og þakka um leið fyrir árið sem er að líða.

Megi komandi ár verða gæfuríkt, spennandi, fjölbreytt og fyndið.

Með áramótakveðju,
Hagnaðurinn

föstudagur, desember 30, 2005

Tónlistarunnendur, takið eftir...

... klukkan 16:00 á morgun, gamlársdag, verður tónleikum Sigurrósar frá 27. nóvember síðastliðnum útvarpað á útvarpsstöð allra landsmanna; RÁS 2.

Þeir sem eru meira fyrir að horfa á tónleikana er bent á þetta.

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, desember 29, 2005

Konfekt...

... hey Konfekt-liðar...

Hvernig væri að hittast á gamlársdag og horfa á Kryddsíldina saman og/eða hafa okkar eigin kryddsíld þar sem við gerum upp árið?

Ég gæti verið Davíð Oddsson... Fæ mér 2-3 og verð með læti!
Óli Þóris er Össur Skarphéðins.
Bjarni er Steingrímur Joð.
Biggi er Pétur Blöndal.
Svo ef Harpa er heima getur hún verið Ingibjörg Sólrún.
Síðan getum við látið einhvern kertastjaka leika Halldór Ásgríms.

Við gætum jafnvel borðað konfekt og skálað í vatni...

Lifi lýðræðið,
Hagnaðurinn

Barcelona...

... já, þetta voru aldeilis hressandi jól, og kaupmáttur fólks aldrei verið meiri.

Í gífurlegum jólafíling fórum við feðgarnir á internetið að kvöldi aðfangadags og pöntuðum ferð til Barcelona.

Departure: February 3rd 2006

Það ætti nú að verða hressandi að sjá þessa kalla eins og 'Dinho og þá, auk þess sem Barcelona á að vera sjarmerandi, falleg og skemmtileg borg. Kemur í ljós.

Kemur í ljós,
Hagnaðurinn

Tónlistaruppgjör...

... nú er vinsælt að velja alls konar topplista fyrir árið.

Hér er einn:

Leiðinlegasta og jafnframt ógeðslegasta lag ársins:
#1 = James Blunt - Goodbye my Lover

Þar hafiði það. Stay away.

Hagnaðurinn

L.Í. Lakers...

... var að keppa á firmamóti með L.Í. Lakers í gærkvöldi og í kvöld. Við fórum í úrslit, en töpuðum fyrir Torfa Magnússyni og félögum í Val Old Boys.

Þetta var skemmtilegt, en þónokkur harka á köflum.

Ég sérhæfði mig í hraðaupphlaupum, stolnum boltum og stoðsendingum. Soldill John Stockton. Enda var ég númer 12. Það versta var samt að Karl Malone var fjarri góðu gamni.

Kveðja,
John

þriðjudagur, desember 27, 2005

Fyrir sléttu ári...

Gerðist þetta.

Virkilega gaman að rifja þetta kvöld upp með sjálfum sér og öðrum.

Sjitturinn maður.
Var þetta gaman eða hvað?
Bauerinn sjálfur á klakanum!

Svo eru bara 2 1/2 vika í þetta.... 24 - Season 5

Kveðja,
Almeida

mánudagur, desember 26, 2005

Heat - Lakers

Lakers töpuðu annað árið í röð, í jólaleiknum í NBA, fyrir Hlunknum og félögum hans í Miami Heat.

Helvítis andskotans.

Athygli vakti að Hlunkurinn 'ignoraði' Kobe í upphafi leiksins, en heilsaði öðrum mönnum liðsins eins og vani er. Það var einstaklega þroskuð framganga hjá stærsta barni Bandaríkjanna. Kobe hefur hins vegar fengið nóg af öllum þessum spurningum:

"Guys, you just need to get off this," Bryant implored reporters afterward, when asked about the frosty opening tip. "I mean, seriously."

Vel mælt hjá Kobe, sem er meiri maður eftir leikinn, þrátt fyrir tapið.

Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.
Áfram mannasiðir.


Hagnaðurinn

föstudagur, desember 23, 2005

Gleðilega hátíð...

... megi þetta verða gleðileg jól...

Hó hó

Taktlausar "Hnakkamellur" á Nasa...

Nasa er alla ekki góður tónleikastaður. Ástæðurnar eru margar.

Í gærkvöldi fór ég að sjá nokkra tónlistarmenn, en þó fyrst og fremst hinn ítalsk-ættaða Rocco DeLuca. Lineup-ið var fjölbreytt og skemmtilegt. Þar voru:

Mammút:
Þessi hljómsveit vann Músíktilraunir (e. Music experiment) árið 2004. Síðan þá hefur farið lítið fyrir þessu bandi. Ég var í það minnsta að heyra um það í fyrsta sinn. Þetta eru 3 stelpur og 2 strákar, svona 17-18 ára gömul. Þau spiluðu einhvers konar rokk/pönk/ég veit ekki alveg. En þessi hljómsveit kom svo sannarlega skemmtilega á óvart, og það var mikill kraftur í söngkonunni. Hins vegar var klæðnaður hljómsveitarmeðlima ekki til fyrirmyndar. Stelpurnar 3 voru klæddar eins og síð-pönkarar, trommarinn var í skyrtu og með bindi, en stráka-gítarleikarinn var í svörtum wife-beater og gallabuxum. Mammút þurfa að fá sér stílista+bæta sviðsframkomuna, og þá geta þau gert virkilega góða hluti.

Ghostdigital:
Vóóóóóó...., Curverinn, Einar Örn Sykurmoli, Jesús á bleikum gítar og DJ Einhver. Splassss; sleginn utan undir. Hvað var þetta?

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu. Þessi hljómsveit var alveg fáránleg. Var hún góð eða léleg? Ég veit það ekki. Ég brosti fyrst, svo varð ég alvarlegur, svo hissa, svo bara haaaa, og að lokum bara 'nauujjj'.

Síðasta lagið fjallaði um Halldór Ásgrímsson og George Bush. Það endaði einhvern veginn svona:
"Þeir eru hálvitar, og hvað gera 2 hálvitar þegar þeir koma saman? Jú, þeir tala um þorsk"

Beth Beadman:
Þetta var einhver bresk kelling sem var á mörkum þess að vera geðveik, og nánast með anorexíu. Hún var ein með gítar og var í endalausri baráttu við kliðinn í salnum. Hún tapaði!

Rocco DeLuca:
Rocco var frábær. Ég held að það sé nokkuð ljóst að það á eftir að heyrast meira frá þessum kappa. Hann minntu nokkuð á Damien Rice þegar hann spilaði á Nasa í fyrra. Frábært alveg hreint, og krafturinn mikill.

Tvær ungar taktlausar "hnakkamellur" settu ljótan svip á framisstöðu Roccos. Ég held að þær hafi haldið að þær væru kærustur Roccos og Kiefers, og sem slíkar hafi þær átt að halda uppi stemningunni með því að dansa og vera í stuði. Kannski er það vitleysa í mér. En þvílíkt og annað eins og fyrr má nú fyrr vera. Þetta var svo kjánalegt og ömurlegt að ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur. Auk þess hefur þetta örugglega verið mjög truflandi fyrir Rocco.

____________________________________________

Tónlistarhúsið þarf að rísa sem allra fyrst. Ég þoli ekki skvaldur á tónleikum. Þoli það ekki!

____________________________________________

Hin málhalta Eyrún Magnúsdóttir tók slæmt viðtal við Kiefer Sutherland í Kastljósinu í gær. Auk þess tók Rocco lagið Gift, en það var einmitt fyrsta lagið á tónleikunum í gær.

Eyrún er skólafélagi úr Seljaskóla, og allt gott um það að segja, en hún er slæmur sjónvarpsmaður. Sérstaklega á ensku. Úffffffff

Með kveðju,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, desember 22, 2005

Rocco og Kiefer...

... eru mættir aftur, eins og flestir ættu að vita.


Geir Ólafs hefur líka náð að lauma sér inná myndina!

Ég mun heilsa uppá þá í kvöld, þ.e.a.s. Rocco og Kiefer. Held ég haldi mig frá GÓ. NASA klukkan 22:00. Það er málið.

Með kveðju, Tony

Hotmail...

Ég er kannski ekki fyrstur með fréttirnar, en ég er með fréttirnar.

Núna hefur alltaf verið sama helvítis ruglið með þetta hotmail, inboxið alltaf yfirfullt o.s.frv. Margir ættu að kannast við þetta. Sérstaklega ef maður er búinn að vera með 2 MB inbox non-stop frá árinu 2000.

En ekki lengur!

Hér er trikk til að uppfæra í 250 MB. Ég var að gera þetta, og þetta virkaði fínt. Mjög einfalt og fljótlegt.

Do it.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, desember 21, 2005

Fréttatilkynning...

Jæja, þá er söfnuninni formlega lokið, en reikningurinn verður opinn áfram. Ég mun sjá um að koma öllum peningunum til skila fyrir áramót.




Núna hafa safnast 163.000 kr.

Í morgun fórum við nokkur saman uppí Biskupstofu og afhentum Hjálparstofnun Kirkjunnar peningana. Biskup Íslands, séra Karl, tók þar á móti okkur ásamt fleirum. Auk þess voru þarna fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd og þeim sem sáu um að endurgera lagið Hjálpum Þeim.

Þetta var látlaus athöfn, þar sem sunginn var einn sálmur, beðið fyrir ýmsu, og að lokum fór ég með litla tölu og afhenti svo peningana ásamt hinum úr hópnum. Að því loknu var boðið uppá kaffi.

Við afhendtum Biskupi Íslands peninginn í umslagi, auk þess sem ég lét lítið bréf fylgja.
Það var svohljóðandi:


Ágæti viðtakandi.

Við erum hópur fólks, sem gengur undir nafninu Friðkó, og við höfum tekið okkur saman og safnað peningum til byggingar vatnsbóls í einhverju af fátækustu löndum Afríku. Það var auglýsing í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. desember síðastliðinn sem kveikti þessa hugmynd hjá Bjarna Þór Péturssyni.

Að hans frumkvæði tókum við okkur saman með það að markmiði að safna 120 þúsund krónum, en það er áætlaður kostnaður við að byggja eitt vatnsból, sem mun duga 1000 manns í áratugi.

Söfnunin spurðist fljótt út og nú er svo komið að alls hafa safnast 162.000 kr. Það mun vera rúmlega 1,3 vatnsból. Við vonum að þessir peningar komi að góðum notum.

Með góðri kveðju,


Og undir því voru nöfn allra 62 sem lögðu sitt af mörkum.

Það var tekið nokkuð af myndum, og munu þær birtast hérna síðar í dag, eða á morgun.

Frá vinstri: Baldur Knúts, Henrik Garcia, Andri Fannar, Stiftamtmaðurinn, Linda, Hagnaðurinn, Biskup.

Er þetta ekki fínt?
Hafa þetta árlegt?

Haaa,
Hagnaðurinn

föstudagur, desember 16, 2005

Staðan á söfnun... (uppfært)

Þetta fer vel af stað.

Alls hafa safnast 162.000 kr.

--- söfnunin heldur samt áfram. Því meira, því betra!!! Við munum afhenda peninginn á morgun, miðvikudag.

Auk þess veit ég til þess að fleiri hafi tekið þátt. Ég mun svo uppfæra stöðuna eftir því sem það birtist í Einkabankanum.

Eftirtaldir hafa lagt sitt af mörkum:
Haukur Snær Hauksson
Svala Helgadóttir
Salbjörg Ágústa Bjarnadóttir
Bjarni Þór Pétursson
Gunnar Sveinn Magnússon
Linda Heiðarsdóttir
Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir
Arna Ólafsdóttir
Baldur Knútsson
Tómas Halldór Pajdak
Guðmundur Friðrik Magnússon
Sigurbjörg Hjörleifsdóttir
Lára Hrund Bjargardóttir
Gunnar Jarl Jónsson
Sigríður Pétursdóttir
Friðrik Árni Friðriksson
Einar Örn Einarsson
Katrín Dögg Hilmarsdóttir
Selma Gunnarsdóttir
Henrik Geir Garcia
Ásgeir Birkisson
Erla Dögg Gunnlaugsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Már Egilsson
Ólafur Þórisson
Ómar Örn Jónsson
Daði Guðmundsson
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Pétur Jóhannes Guðlaugsson
Viðar Guðjónsson
Hólmfríður Bára Bjarnadóttir
Guðrún Sverrisdóttir
Ágústa Guðný Atladóttir
Helga Tulinius
Hilmar Sigurðsson
Pétur Kristinn Guðmarsson
Sigurður Óli Sigurðarson
Atli Ísleifsson
Knútur G. Hauksson
Sigríður Amanda Ólafsdóttir
Gréta Björg Hilmarsdóttir
Atli Þór Ásgeirsson
Heiðrún Sigurjónsdóttir
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
Eydís Kr Sveinbjarnardóttir
Kristín Baldursdóttir
Katrín Rut Guðmundsdóttir
Þorbjörg Jónsdóttir
Kristín Auðundsdóttir
Bjarghildur María Jósepsdóttir
Ólafur Ingólfsson
Björn Kristjánsson
Ingibjörg Heiðdal
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Mikael Allan Mikaelsson
Tómas Oddur Hrafnsson
Camilla Ósk Hákonardóttir
Sigríður Erna Þorgeirsdóttir
Helga Ívarsdóttir
Kristleifur Brandsson ehf.
Markús Hörður Árnason
Kristinn Friðrik Hrafnsson

Koma svo, LOKASPRETTURINN.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Áskorun á þig kæri lesandi - ætlar þú að skorast undan henni?

Fyrst texti (tekinn af heimasíðu Stiftamtmannsins)

Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun (þriðudag). Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn?

Ætla að vona að ég sé ekki að þröngva þessu upp á neinn en hvað segja Haukur og Harpa, Arna, Daði, Viðar, Andri og Linda, Henrik og Ólafur Þórisson (ekki það að þeir séu par) og þið ykkar hin sem lesið þessa síðu og eigið bloggsíðu (eða ekki)? Svo má auðvitað skora á aðra bloggara út fyrir þessa hér að ofan.

Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir.

Ef við 10 leggjum í púkk, þá þarf hvert okkar einungis að sannfæra 4 einstaklinga um hið sama – það er varla stórt vandamál?En þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni.Baráttu- og jólakveðja.

Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.

_______________________________________

Núna hefur verið stofnaður reikningur fyrir þessa söfnun. Hugmyndin er að safna þessum 120 þús kr., prenta stóra ávísun (svona fótbolta-ávísun, þið vitið) og afhenda svo Hjálparstofnun Kirkjunnar um miðja næstu viku. Líkur eru til að biskup Íslands muni mæta við það tilefni (ekkert grín hér).

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Ég er allavega með í þessu, og ég vona að aðrir taki undir.

Með góðri kveðju,
Hagnaðurinn

Áríðandi tilkynning...

Hér má nálgast 3 jólaplötur með meistara Sufjan Stevens --- Þetta er á zip fælum. Erlent download.

Þetta verða þá gleðileg jól.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Barcelona...

Ég er að fara til Barcelona föstudaginn 3. febrúar næstkomandi, og kem til baka á mánudeginum.

Við ætlum að fara á leik Barcelona - Atletico Madrid á Nou Camp á sunnudagskvöldinu. Auk þess verður skoðað borgina og gert e-ð sniðugt.

Ferðatilhugun:
Flug á föstudagsmorgni til Heathrow með Icelandair. Framhaldsflug með British Airways til Barcelona. Gist á 3 stjörnu hóteli í miðbænum. Flogið til baka á mánudagseftirmiðdegi.

Verð:
Ca. 48 þús. kr.

Innifalið:
Öll flug, hótelgisting + miði á leik á góðum stað.

Ef einhver hefur áhuga að koma með, þá endilega hafið samband...

'Dinho, Eto'o, Messi og allir hinir. Þetta verður svakalegt.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Hver er Rooney?

Það er alveg klárt að Messi Litli er maðurinn.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Erfiður tími að baki...

... en Bauer snýr alltaf aftur. Alltaf.


Tekið úr 24 - Season 5 - Prequel.

Það er mánuður í þetta. Umsóknir í 24 klúbbinn afgreiddar daglega.

Kv, Hagnaðurinn

þriðjudagur, desember 13, 2005

Feik?

mánudagur, desember 12, 2005

... og meira um Chuck Norris....

If you ask Chuck Norris what time it is, he always says, "Two seconds till." After you ask, "Two seconds to what?" he roundhouse kicks you in the face.

Chuck Norris is currently suing NBC, claiming Law and Order are trademarked names for his left and right legs.

When Chuck Norris goes to donate blood, he declines the syringe, and instead requests a hand gun and a bucket.

Chuck Norris once walked down the street with a massive er*ction. There were no survivors.

It takes Chuck Norris 20 minutes to watch 60 Minutes.

Chuck Norris can divide by zero.

Some interesting Chuck Norris FACTS...

If you can see Chuck Norris, he can see you. If you can't see Chuck Norris, then you may be only seconds away from death.

God offered Chuck Norris the gift to fly, but he swiftly declined, instead opting for super strength roundhouse ability.

Chuck Norris does not sleep. He waits.

When Chuck Norris was denied a Bacon McMuffin at McDonalds because it was 10:35, he roundhouse kicked the store so hard it became a Wendy's.

Chuck Norris can cut onions without crying.

Chuck Norris has never blinked in his entire life. Never.

Chuck Norris can believe it's not butter.

Chuck Norris once shot a German plane down with his finger, by yelling, "Bang!"

Chuck Norris doesn't need to swallow when eating food.


One time while sparring with a bear, Chuck Norris accidentally lost his left testicle. You might be familiar with it to this very day by its technical term: Jupiter.

Chuck Norris is Luke Skywalker's father.

Messi litli og Hafsól...

Var að fá góða sendingu frá London og Barcelona.
Annars vegar er það búningur merktur Lionel Messi litla, nýjustu stórstjörnu knattspyrnuheimsins. Drengurinn er fæddur árið 1987!



Hins vegar fékk ég í hendurnar Hoppípolla smáskífuna. Eina ástæðan fyrir þessum kaupum er að fá stúdíó útgáfu af hinu frábæra lagi Hafsól.

Ahhhhhmmm,

Hagnaðurinn

sunnudagur, desember 11, 2005

Dómar...

Nýtt kerfi: Ég ætla að prófa að hvíla aðeins 1-100 skalann, og dæma þess í stað líkt og dómsstólar gera. Þyngstu dómarnir eru þá bestu einkunnirnar, og vægir dómar eru þá léleg einkunn... Sjáum hvernig þetta kemur út.

Argentína – jólahlaðborð
Ég fór á þetta hlaðborð núna annað árið í röð. Það var alveg eins og í fyrra. Þetta samanstóð af köldum forréttum, og köldu borði. Svo var lamba-fille og kalkúnn í aðalrétt. Vínseðillinn var stuttur, eða einhverjar 4 tegundir, þar af eingöngu ein tegund sem var hægt að kaupa glas af. Það var franskt og heitir Côtes Du Rhône Villages. Það var mjög gott. Í eftirrétt var ís, súkkulaðikaka, creme brúllei, ávextir og fleira.

Kalkúnninn var ágætur, en stöffingin í meðallagi. Lambið var frábært. Kalda borðið var einnig framúrskarandi, og þar skaraði reyktur nautavöðvi framúr. Eftirréttaborðið var einnig mjög gott, en þar var ísinn bestur.

Dómur: Lífstíðarfangelsi, með möguleika á reynslulausn.

Lord og War.
Þetta er nýjasta mynd Andrew Niccol, en áður hafði hann gert ágætar myndir eins og Gattaca og The Truman Show. Nicolas Cage leikur hér aðalhlutverkið. Myndin fjallar um Yuri Orlov (Cage), sem er vopnasali um allan heim og hans samskipti við fjölskyldu sína, viðskiptamenn og yfirvöld.

Mér fannst þetta vera ágætis mynd. Hún er að vísu svolítið sundurleit, með mörgum góðum senum, en heildin er ekki alveg nógu sterk. Ég vil líkja þessari mynd við Lakers-liðið tímabilið 03-04.

Dómur: 5 ára fangelsi, þar af 4 skilorðsbundin, auk 5 mkr. sektar sem greiðist í ríkissjóð.

Prison Break
Þetta eru nýir þættir frá Fox, en þeir eru einmitt líka með hina frábæru 24 þætti. Þættirnir fjalla í stuttu máli um mann sem fremur bankarán, en lætur það misheppnast svo hann lendi í fangelsi. Þar hefur hann í hyggju að frelsa eldri bróður sinn, sem er á leiðinni í rafmagnsstólinn. Yngri bróðirinn er auk þess verkfræðingur sem hannaði sjálft fangelsið.

Þetta eru virkilega vel heppnaðir þættir. Í rauninni frábærir. Ég er búinn að sjá fyrstu 10 þættina af ég veit ekki hvað mörgum. Persónusköpun og atburðarrás er fyrsta flokks. Það er að vísu eitt sem ég hef svolitlar áhyggjur af (ég las þetta á netinu):


This is also one of FOX's highest rated new shows.

They are going to stop the episodes soon, mid season to make way for 24 to take it's time slot and Prison Break will continue series 1 in 6 months time.FOX say they are going to start repeats of the show to build more of an audiance and then continue it in May 2006.

Þetta er helvíti fúlt.

Dómur: Tvöfalt lífstíðarfangelsi, með engan möguleika á reynslulausn.

laugardagur, desember 10, 2005

Frábært framtak...

... hjá Einari Erni.

Ég hvet fólk til að kíkja á uppboðið hjá honum og bjóða í e-ð af þessum hlutum. Ég ætla allavega að gera það.

Svo er hann líka Liverpool maður, sem er ekki verra.

Áfram Liverpool.
Áfram uppboð.

föstudagur, desember 09, 2005

Christiano Ronaldo....

Ole Ole Oleee....

fimmtudagur, desember 08, 2005

Kiefer og Rocco...

... að mæta á klakann.

Tónleikar á Grand Rokk þann 23. des næstkomandi. Held það séu líka tónleikar 22. des á Nasa.

Er ekki málið að fjölmenna?
Er það ekki?

Ég mun allavega mæta með járnsög.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, desember 07, 2005

Manutd...

... komast ekki einu sinni í UEFA keppnina. Það hlýtur að vera hrikalega svekkjandi fyrir álfinn og hans fjölskyldu.

Reyndar á hann líka mitt lið í NFL deildinni; Tampa Bay.

Fínn náungi sem er að gera góða hluti.
Áfram Glazer.

Hagnaðurinn

Neytendahornið...

Inngangur:
Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir, er að að skoða að fara í fótboltaferð á eftirfarandi leiki:
Manutd - West Ham, lau. 25.feb 2006
Liverpool - Man City, sun. 26.feb. 2006

Að því tilefni hef ég sent fyrirspurnir víða og núna eru komin svör.

Meginmál:
Það eru víst aðallega 3 aðilar/ferðaskrifstofur í því að redda miðum á leiki; ÍT-ferðir, Úrval-Útsýn og Expressferðir. Ég hafði samband við þær allar.

Úrval Útsýn sagði miðana kosta 12-15 þús. kr. stykkið. Auk þess fékk ég mikilvægar óumbeðnar upplýsingar eins og að fyrri leiknum verði frestað ef Manutd kemst í úrslit deildarbikarsins.

Hjá ÍT-ferðum kostuðu miðarnir 34 þús kr., samtals, eða 17 þús. per miða. Þeir smyrja sem byrja.

Expressferðir vildu selja mér pakkaferð á 76 þús kr., en hjá þeim kostaði stakur miða 140 pund, eða 16 þús kr.

Niðurstaða:
Ég á ekki von á að nein þessara ferðaskrifstofa muni fá mín viðskipti.

Þess í stað til ég skynsamlegra að fara beint í gegnum aðdáendaklúbbana. Það er t.d. hægt að skrá sig í Liverpool-klúbbinn fyrir 2000 kr. og þá eiga möguleika á að kaupa miða á 5 þús. kall.... Samtals 7 þús kr !!!!!

Segið svo að það sé ekki hagnaður,
Hagnaðurinn

ps. Þetta er kannski meiri sparnaður, heldur en hagnaður.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Nýr fróðleikur...

Vissuð þið þetta:
The tallest structure in Western Europe is located in Iceland; it is the 412 metre high Longwave radio mast Hellissandur near Hellissandur.

Wikipedia = snilldarsíða...

Hafsól...

Hér má hlusta á hið frábæra lag Hafsól með Sigurrós.

Hoppípolla smáskífan kom út núna í lok nóvember, og var tekin upp ný útgáfa af Hafsól til að hafa sem aukalag. Upphaflega kom lagið út á Von, fyrstu plötu sveitarinn, en í allt annarri útgáfu.

Þetta er stuð....

Bakvið skýjaból vaknar sól úr dvala
Svalar sér við kalda dropa regnsins
leikur sér við heita loga eldsins
Býr til regnboga

Konfektkvöld...

Já, herrar mínir. Er ekki kominn tími á konfektkvöld?

Spurning samt um að slaka á konfektinu, og horfa þess í stað á Chelsea - Liverpool...

Það er verið að spotta location fyrir þetta. Eru allir klárir? Mætir Lárus?

Hrikalega er ég öflugur í linkunum.

Jæja, meldið ykkur inn, hringið í mig, eða sitt lítið af hvoru.

"... í engum stígvélum..."

Konfekt-kveðja,
Hagnaðurinn

sunnudagur, desember 04, 2005

Fótboltaferð...

Er að reyna að setja saman smá fótboltaferð. Stefnan er sett á 2 leiki, svo framarlega að maður fái miða, og það á sanngjörnu verði.


Leikirnir eru:
Manutd - West Ham, lau. 25.feb 2006
Liverpool - Man City, sun. 26.feb. 2006

Ef einhver er með tips handa mér, þá endilega látið mig vita.

Fótboltakveðja,
Hagnaðurinn

laugardagur, desember 03, 2005

Jólahlaðborð...

... ég fór ásamt vinnunni á villibráðar-jólahlaðborð á Hótel Þingvöllum á fimmtudaginn. Hvers vegna við fórum á fimmtudegi, en ekki föstudegi eða laugardegi eins og aðrar deildir, er enn ekki vitað á þessari stundu.

Á leiðinni var stoppað að Gljúfrasteini, skálað í Jagermeister til heiðurs skáldinu, og lesin nokkur ljóð. Ákaflega menningarlegt og skemmtilegt. Athygli vakti að enginn virtist vera heima. Einnig vakti athygli upphituð sundlaug í garðinum.

Skammt frá Þingvöllum var pizzu- og stjörnuljósastopp. Það var heiðskýrt og alveg ótrúlega stjörnubjart. Gjörsamlega magnað útsýni. Eitthvað sem maður sér ekki heima á mölinni.

Hlaðborðið:
Villibráðar-sveppasúpa, kalt borð + lamb/hamborgarhryggur/purusteik. Ekkert naut. Rauðvín drukkið með.

Starfsmaður: "Úlfar, af hverju er ekkert naut?"
Úlfar Finnbjörnsson: "Þið getið bara farið á Argentínu ef þið viljið naut. Það er svo leiðinlegt að elda það."

Sérstakt svar.
Ég er hins vegar að fara á Argentínu næsta laugardag, og þar ætla ég að fá mér naut. Heilt naut, úrbeinað.

Niðurstaða:
Súpan þótti góð.
Kalda borðið var mjög gott.
Kjötið var ekkert sérstakt.
Raunvínið var ekki gott.

Dálítil vonbrigði, en þá var bara drukið meira í staðinn.

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, desember 01, 2005

Þrennt... (uppfært)

Í fyrsta lagi þetta.
Símahrekkur á FM, 8 mínútu langt, mjög fyndið.

Ef einhver þekkir til þessa fólks, þá væri mjög gaman að fá að vita hvort þau séu enn saman. Endilega commentið ef þið vitið eitthvað.


********************************

Einnig þetta.

Þarna má stream-a Sigurrósar tónleikunum frá því á sunnudag, auk þess sem þarna eru myndir og fleira.

Ég vil hins vegar eiga þessa tónleika og því spyr ég tækninörda landsins: hvernig er best að taka upp stream video file???

HÉRNA er hægt að ná í 300 MB wmv file af tónleikunum.


********************************

Að lokum þetta:
Jóhann Jökull var á tónleikunum eftirminnilegu og óskaði mér til hamingju með tilvonandi dóttur. Hann spurði mig jafnframt hvort það hefði ekki orðið vandamál ef uppáhalds hljómsveitin mín væri Hölt Hóra.

Hann er sniðugur hann Jóhann.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Ps. Villibráðarhlaðborð á Hótel Þingvöllum í kvöld. Gaman.