fimmtudagur, desember 15, 2005

Barcelona...

Ég er að fara til Barcelona föstudaginn 3. febrúar næstkomandi, og kem til baka á mánudeginum.

Við ætlum að fara á leik Barcelona - Atletico Madrid á Nou Camp á sunnudagskvöldinu. Auk þess verður skoðað borgina og gert e-ð sniðugt.

Ferðatilhugun:
Flug á föstudagsmorgni til Heathrow með Icelandair. Framhaldsflug með British Airways til Barcelona. Gist á 3 stjörnu hóteli í miðbænum. Flogið til baka á mánudagseftirmiðdegi.

Verð:
Ca. 48 þús. kr.

Innifalið:
Öll flug, hótelgisting + miði á leik á góðum stað.

Ef einhver hefur áhuga að koma með, þá endilega hafið samband...

'Dinho, Eto'o, Messi og allir hinir. Þetta verður svakalegt.

Kveðja,
Hagnaðurinn