föstudagur, desember 23, 2005

Taktlausar "Hnakkamellur" á Nasa...

Nasa er alla ekki góður tónleikastaður. Ástæðurnar eru margar.

Í gærkvöldi fór ég að sjá nokkra tónlistarmenn, en þó fyrst og fremst hinn ítalsk-ættaða Rocco DeLuca. Lineup-ið var fjölbreytt og skemmtilegt. Þar voru:

Mammút:
Þessi hljómsveit vann Músíktilraunir (e. Music experiment) árið 2004. Síðan þá hefur farið lítið fyrir þessu bandi. Ég var í það minnsta að heyra um það í fyrsta sinn. Þetta eru 3 stelpur og 2 strákar, svona 17-18 ára gömul. Þau spiluðu einhvers konar rokk/pönk/ég veit ekki alveg. En þessi hljómsveit kom svo sannarlega skemmtilega á óvart, og það var mikill kraftur í söngkonunni. Hins vegar var klæðnaður hljómsveitarmeðlima ekki til fyrirmyndar. Stelpurnar 3 voru klæddar eins og síð-pönkarar, trommarinn var í skyrtu og með bindi, en stráka-gítarleikarinn var í svörtum wife-beater og gallabuxum. Mammút þurfa að fá sér stílista+bæta sviðsframkomuna, og þá geta þau gert virkilega góða hluti.

Ghostdigital:
Vóóóóóó...., Curverinn, Einar Örn Sykurmoli, Jesús á bleikum gítar og DJ Einhver. Splassss; sleginn utan undir. Hvað var þetta?

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu. Þessi hljómsveit var alveg fáránleg. Var hún góð eða léleg? Ég veit það ekki. Ég brosti fyrst, svo varð ég alvarlegur, svo hissa, svo bara haaaa, og að lokum bara 'nauujjj'.

Síðasta lagið fjallaði um Halldór Ásgrímsson og George Bush. Það endaði einhvern veginn svona:
"Þeir eru hálvitar, og hvað gera 2 hálvitar þegar þeir koma saman? Jú, þeir tala um þorsk"

Beth Beadman:
Þetta var einhver bresk kelling sem var á mörkum þess að vera geðveik, og nánast með anorexíu. Hún var ein með gítar og var í endalausri baráttu við kliðinn í salnum. Hún tapaði!

Rocco DeLuca:
Rocco var frábær. Ég held að það sé nokkuð ljóst að það á eftir að heyrast meira frá þessum kappa. Hann minntu nokkuð á Damien Rice þegar hann spilaði á Nasa í fyrra. Frábært alveg hreint, og krafturinn mikill.

Tvær ungar taktlausar "hnakkamellur" settu ljótan svip á framisstöðu Roccos. Ég held að þær hafi haldið að þær væru kærustur Roccos og Kiefers, og sem slíkar hafi þær átt að halda uppi stemningunni með því að dansa og vera í stuði. Kannski er það vitleysa í mér. En þvílíkt og annað eins og fyrr má nú fyrr vera. Þetta var svo kjánalegt og ömurlegt að ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur. Auk þess hefur þetta örugglega verið mjög truflandi fyrir Rocco.

____________________________________________

Tónlistarhúsið þarf að rísa sem allra fyrst. Ég þoli ekki skvaldur á tónleikum. Þoli það ekki!

____________________________________________

Hin málhalta Eyrún Magnúsdóttir tók slæmt viðtal við Kiefer Sutherland í Kastljósinu í gær. Auk þess tók Rocco lagið Gift, en það var einmitt fyrsta lagið á tónleikunum í gær.

Eyrún er skólafélagi úr Seljaskóla, og allt gott um það að segja, en hún er slæmur sjónvarpsmaður. Sérstaklega á ensku. Úffffffff

Með kveðju,
Hagnaðurinn