mánudagur, desember 26, 2005

Heat - Lakers

Lakers töpuðu annað árið í röð, í jólaleiknum í NBA, fyrir Hlunknum og félögum hans í Miami Heat.

Helvítis andskotans.

Athygli vakti að Hlunkurinn 'ignoraði' Kobe í upphafi leiksins, en heilsaði öðrum mönnum liðsins eins og vani er. Það var einstaklega þroskuð framganga hjá stærsta barni Bandaríkjanna. Kobe hefur hins vegar fengið nóg af öllum þessum spurningum:

"Guys, you just need to get off this," Bryant implored reporters afterward, when asked about the frosty opening tip. "I mean, seriously."

Vel mælt hjá Kobe, sem er meiri maður eftir leikinn, þrátt fyrir tapið.

Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.
Áfram mannasiðir.


Hagnaðurinn