mánudagur, desember 27, 2004

Klukkan 01:00 am... (UPPFÆRT UPPFÆRT UPPFÆRT)

... síðastliðið kvöld fékk ég símtal í heimasímann. Slíkt gerist aldrei. Ég lá sofandi í sófanum; hafði sofnað yfir Lord of the Rings.

Á hinum enda línunnar var Kristinn Jóhannsson vallarvörður og heimsborgari.

"Jack Bauer situr hérna við hliðina á mér", sagði vallarvörðurinn.
Hagnaðurinn, nú Tony Almeida, var ekki lengi að vakna. Þetta voru ótrúlegar fréttir.

Jack var staðsettur á Dillon. Ætti ég að fara að heilsa uppá hann. Open up a socket maybe. Eftir smá íhugun og spjall við Michelle og Chase Edmunds var ákveðið að fara ekki af stað.

Í dag hefur verið frekari þróun í málunum. Jack er hérna víst til að hlusta á vin sinn syngja og mun verða hérna fram yfir áramót. Ég er búinn að komast að því á hvaða hóteli hann gistir, og mun ég og Chase fara þangað á morgun í hádegismat. Þar er víst góður matur á sanngjörnu verði. Aldrei að vita nema myndavélin villist með.

Núna áðan fékk ég svo senda mynd af kallinum frá því í gær á Dillon. Hann var bara léttur á því, veifnadi áfengisflösku. Hann er víst svolítið blautur.

To be continued,
Tony Almeida.


*************************************************************************

Fékk símtal klukkan 09:15 pm...

... á hinum enda línunnar var enginn annar en Stiftamtmaðurinn. Sagði hann mér að Kiefer væri staðsettur á Kofa Tómasar Frænda að spila á gítar og syngja.

1,5 mínútum síðar var ég kominn útí bíl.

Spennan var gríðarleg á leiðinni. Ég tók með mér Fyrstu seríuna af 24, sem og myndavél. Hjartað tók aukaslög. Þið verðið að átta ykkur á því að Kiefer er á topp-2 listanum mínum yfir fólk sem ég vill hitta. Hinn er Kobe Bryant.

Við vorum mætt á Kofann um klukkan 09:32. Staðurinn var pakkaður, og það var verið að vísa fólki frá. Þetta leit ekki vel út. Hins vegar tókst mér að troða okkur inn "til að fá okkur einn drykk".

Fljótlega komum við auga á Kiefer (Jack). Einhverjar stelpur voru að taka myndir af sér með honum. Ég gat ekki verið minni maður. Með í för voru einnig Harpa (Michelle), Danni (President), Róbert (Chase) og Helga.

Með myndavélina á lofti og 1.seríuna í vasanum gengum við að honum. Hann var að ræða við Andreu Jóns af Rás 2. Fljótlega náði Danni sambandi við hann og fékk leyfi til að taka myndir. Kieferinn tók því mjög vel.

Fyrst var tekin mynd af Dannanum. Tókst hún vel. Svo var komið að mér.

Ég tók í spaðann á Kiefer. Hjartað sló á milljón.
"Hi Kiefer. Very nice to meet you. I´m a big fan of yours" var það sem ég gat komið útúr mér. Hann tók því mjög vel og þakkaði fyrir.

Svo var smellt af mynd. Digital á hæstu gæðum.

Því næst bað ég hann að árita 24 seríuna sem ég var með með mér. Það reyndist hið minnsta mál.
"Haukur. All my best. Kiefer Sutherland".

Svo tókum við mynd með Hörpu og Chase.

Stærsta stund lífs míns að baki. No more. No less.

En ég mun sjá hann aftur á fimmtudag. Ó já. Tony and Jack reunite.

To be continued,
Tony Almeida.