sunnudagur, desember 11, 2005

Lord og War.
Þetta er nýjasta mynd Andrew Niccol, en áður hafði hann gert ágætar myndir eins og Gattaca og The Truman Show. Nicolas Cage leikur hér aðalhlutverkið. Myndin fjallar um Yuri Orlov (Cage), sem er vopnasali um allan heim og hans samskipti við fjölskyldu sína, viðskiptamenn og yfirvöld.

Mér fannst þetta vera ágætis mynd. Hún er að vísu svolítið sundurleit, með mörgum góðum senum, en heildin er ekki alveg nógu sterk. Ég vil líkja þessari mynd við Lakers-liðið tímabilið 03-04.

Dómur: 5 ára fangelsi, þar af 4 skilorðsbundin, auk 5 mkr. sektar sem greiðist í ríkissjóð.