Fréttatilkynning...
Jæja, þá er söfnuninni formlega lokið, en reikningurinn verður opinn áfram. Ég mun sjá um að koma öllum peningunum til skila fyrir áramót.
Núna hafa safnast 163.000 kr.
Í morgun fórum við nokkur saman uppí Biskupstofu og afhentum Hjálparstofnun Kirkjunnar peningana. Biskup Íslands, séra Karl, tók þar á móti okkur ásamt fleirum. Auk þess voru þarna fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd og þeim sem sáu um að endurgera lagið Hjálpum Þeim.
Þetta var látlaus athöfn, þar sem sunginn var einn sálmur, beðið fyrir ýmsu, og að lokum fór ég með litla tölu og afhenti svo peningana ásamt hinum úr hópnum. Að því loknu var boðið uppá kaffi.
Við afhendtum Biskupi Íslands peninginn í umslagi, auk þess sem ég lét lítið bréf fylgja.
Það var svohljóðandi:
Núna hafa safnast 163.000 kr.
Í morgun fórum við nokkur saman uppí Biskupstofu og afhentum Hjálparstofnun Kirkjunnar peningana. Biskup Íslands, séra Karl, tók þar á móti okkur ásamt fleirum. Auk þess voru þarna fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd og þeim sem sáu um að endurgera lagið Hjálpum Þeim.
Þetta var látlaus athöfn, þar sem sunginn var einn sálmur, beðið fyrir ýmsu, og að lokum fór ég með litla tölu og afhenti svo peningana ásamt hinum úr hópnum. Að því loknu var boðið uppá kaffi.
Við afhendtum Biskupi Íslands peninginn í umslagi, auk þess sem ég lét lítið bréf fylgja.
Það var svohljóðandi:
Ágæti viðtakandi.
Við erum hópur fólks, sem gengur undir nafninu Friðkó, og við höfum tekið okkur saman og safnað peningum til byggingar vatnsbóls í einhverju af fátækustu löndum Afríku. Það var auglýsing í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. desember síðastliðinn sem kveikti þessa hugmynd hjá Bjarna Þór Péturssyni.
Að hans frumkvæði tókum við okkur saman með það að markmiði að safna 120 þúsund krónum, en það er áætlaður kostnaður við að byggja eitt vatnsból, sem mun duga 1000 manns í áratugi.
Söfnunin spurðist fljótt út og nú er svo komið að alls hafa safnast 162.000 kr. Það mun vera rúmlega 1,3 vatnsból. Við vonum að þessir peningar komi að góðum notum.
Með góðri kveðju,
Við erum hópur fólks, sem gengur undir nafninu Friðkó, og við höfum tekið okkur saman og safnað peningum til byggingar vatnsbóls í einhverju af fátækustu löndum Afríku. Það var auglýsing í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. desember síðastliðinn sem kveikti þessa hugmynd hjá Bjarna Þór Péturssyni.
Að hans frumkvæði tókum við okkur saman með það að markmiði að safna 120 þúsund krónum, en það er áætlaður kostnaður við að byggja eitt vatnsból, sem mun duga 1000 manns í áratugi.
Söfnunin spurðist fljótt út og nú er svo komið að alls hafa safnast 162.000 kr. Það mun vera rúmlega 1,3 vatnsból. Við vonum að þessir peningar komi að góðum notum.
Með góðri kveðju,
Og undir því voru nöfn allra 62 sem lögðu sitt af mörkum.
Það var tekið nokkuð af myndum, og munu þær birtast hérna síðar í dag, eða á morgun.
Frá vinstri: Baldur Knúts, Henrik Garcia, Andri Fannar, Stiftamtmaðurinn, Linda, Hagnaðurinn, Biskup.
Er þetta ekki fínt?
Hafa þetta árlegt?
Haaa,
Hagnaðurinn
<< Home