miðvikudagur, desember 07, 2005

Neytendahornið...

Inngangur:
Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir, er að að skoða að fara í fótboltaferð á eftirfarandi leiki:
Manutd - West Ham, lau. 25.feb 2006
Liverpool - Man City, sun. 26.feb. 2006

Að því tilefni hef ég sent fyrirspurnir víða og núna eru komin svör.

Meginmál:
Það eru víst aðallega 3 aðilar/ferðaskrifstofur í því að redda miðum á leiki; ÍT-ferðir, Úrval-Útsýn og Expressferðir. Ég hafði samband við þær allar.

Úrval Útsýn sagði miðana kosta 12-15 þús. kr. stykkið. Auk þess fékk ég mikilvægar óumbeðnar upplýsingar eins og að fyrri leiknum verði frestað ef Manutd kemst í úrslit deildarbikarsins.

Hjá ÍT-ferðum kostuðu miðarnir 34 þús kr., samtals, eða 17 þús. per miða. Þeir smyrja sem byrja.

Expressferðir vildu selja mér pakkaferð á 76 þús kr., en hjá þeim kostaði stakur miða 140 pund, eða 16 þús kr.

Niðurstaða:
Ég á ekki von á að nein þessara ferðaskrifstofa muni fá mín viðskipti.

Þess í stað til ég skynsamlegra að fara beint í gegnum aðdáendaklúbbana. Það er t.d. hægt að skrá sig í Liverpool-klúbbinn fyrir 2000 kr. og þá eiga möguleika á að kaupa miða á 5 þús. kall.... Samtals 7 þús kr !!!!!

Segið svo að það sé ekki hagnaður,
Hagnaðurinn

ps. Þetta er kannski meiri sparnaður, heldur en hagnaður.