laugardagur, desember 03, 2005

Jólahlaðborð...

... ég fór ásamt vinnunni á villibráðar-jólahlaðborð á Hótel Þingvöllum á fimmtudaginn. Hvers vegna við fórum á fimmtudegi, en ekki föstudegi eða laugardegi eins og aðrar deildir, er enn ekki vitað á þessari stundu.

Á leiðinni var stoppað að Gljúfrasteini, skálað í Jagermeister til heiðurs skáldinu, og lesin nokkur ljóð. Ákaflega menningarlegt og skemmtilegt. Athygli vakti að enginn virtist vera heima. Einnig vakti athygli upphituð sundlaug í garðinum.

Skammt frá Þingvöllum var pizzu- og stjörnuljósastopp. Það var heiðskýrt og alveg ótrúlega stjörnubjart. Gjörsamlega magnað útsýni. Eitthvað sem maður sér ekki heima á mölinni.

Hlaðborðið:
Villibráðar-sveppasúpa, kalt borð + lamb/hamborgarhryggur/purusteik. Ekkert naut. Rauðvín drukkið með.

Starfsmaður: "Úlfar, af hverju er ekkert naut?"
Úlfar Finnbjörnsson: "Þið getið bara farið á Argentínu ef þið viljið naut. Það er svo leiðinlegt að elda það."

Sérstakt svar.
Ég er hins vegar að fara á Argentínu næsta laugardag, og þar ætla ég að fá mér naut. Heilt naut, úrbeinað.

Niðurstaða:
Súpan þótti góð.
Kalda borðið var mjög gott.
Kjötið var ekkert sérstakt.
Raunvínið var ekki gott.

Dálítil vonbrigði, en þá var bara drukið meira í staðinn.

Kveðja,
Hagnaðurinn