föstudagur, desember 16, 2005

Áskorun á þig kæri lesandi - ætlar þú að skorast undan henni?

Fyrst texti (tekinn af heimasíðu Stiftamtmannsins)

Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun (þriðudag). Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn?

Ætla að vona að ég sé ekki að þröngva þessu upp á neinn en hvað segja Haukur og Harpa, Arna, Daði, Viðar, Andri og Linda, Henrik og Ólafur Þórisson (ekki það að þeir séu par) og þið ykkar hin sem lesið þessa síðu og eigið bloggsíðu (eða ekki)? Svo má auðvitað skora á aðra bloggara út fyrir þessa hér að ofan.

Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir.

Ef við 10 leggjum í púkk, þá þarf hvert okkar einungis að sannfæra 4 einstaklinga um hið sama – það er varla stórt vandamál?En þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni.Baráttu- og jólakveðja.

Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.

_______________________________________

Núna hefur verið stofnaður reikningur fyrir þessa söfnun. Hugmyndin er að safna þessum 120 þús kr., prenta stóra ávísun (svona fótbolta-ávísun, þið vitið) og afhenda svo Hjálparstofnun Kirkjunnar um miðja næstu viku. Líkur eru til að biskup Íslands muni mæta við það tilefni (ekkert grín hér).

Reikningsupplýsingar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189

Ég er allavega með í þessu, og ég vona að aðrir taki undir.

Með góðri kveðju,
Hagnaðurinn