Dómar...
Nýtt kerfi: Ég ætla að prófa að hvíla aðeins 1-100 skalann, og dæma þess í stað líkt og dómsstólar gera. Þyngstu dómarnir eru þá bestu einkunnirnar, og vægir dómar eru þá léleg einkunn... Sjáum hvernig þetta kemur út.
Argentína – jólahlaðborð
Ég fór á þetta hlaðborð núna annað árið í röð. Það var alveg eins og í fyrra. Þetta samanstóð af köldum forréttum, og köldu borði. Svo var lamba-fille og kalkúnn í aðalrétt. Vínseðillinn var stuttur, eða einhverjar 4 tegundir, þar af eingöngu ein tegund sem var hægt að kaupa glas af. Það var franskt og heitir Côtes Du Rhône Villages. Það var mjög gott. Í eftirrétt var ís, súkkulaðikaka, creme brúllei, ávextir og fleira.
Kalkúnninn var ágætur, en stöffingin í meðallagi. Lambið var frábært. Kalda borðið var einnig framúrskarandi, og þar skaraði reyktur nautavöðvi framúr. Eftirréttaborðið var einnig mjög gott, en þar var ísinn bestur.
Dómur: Lífstíðarfangelsi, með möguleika á reynslulausn.
Argentína – jólahlaðborð
Ég fór á þetta hlaðborð núna annað árið í röð. Það var alveg eins og í fyrra. Þetta samanstóð af köldum forréttum, og köldu borði. Svo var lamba-fille og kalkúnn í aðalrétt. Vínseðillinn var stuttur, eða einhverjar 4 tegundir, þar af eingöngu ein tegund sem var hægt að kaupa glas af. Það var franskt og heitir Côtes Du Rhône Villages. Það var mjög gott. Í eftirrétt var ís, súkkulaðikaka, creme brúllei, ávextir og fleira.
Kalkúnninn var ágætur, en stöffingin í meðallagi. Lambið var frábært. Kalda borðið var einnig framúrskarandi, og þar skaraði reyktur nautavöðvi framúr. Eftirréttaborðið var einnig mjög gott, en þar var ísinn bestur.
Dómur: Lífstíðarfangelsi, með möguleika á reynslulausn.
<< Home