föstudagur, júlí 29, 2005

Fakkkkk.....

In 1981:

Prince Charles got married.
Coronation Street's Ken and Deirdre got married.
There was a new Doctor Who.
Liverpool won 17 league games and finished 5th in the table.
Norwich and Crystal Palace were relegated.
Liverpool won the European Cup.
West Ham United promoted to top division.
Liverpool got knocked out of the European cup as the holders by CSKA Sofia 2-1 on agg.

In 2005 :

Prince Charles got married.
Coronation Street's Ken and Deirdre got married.
There was a new Doctor Who.
Liverpool won 17 league games and finished 5th in the table.
Norwich and Crystal Palace were relegated.
Liverpool won the European Cup.
West Ham United win promotion to top division.
Liverpool as holders will play CSKA Sofia in 3rd qualifying round of the Champions League

Nýr desktop...

Helgin...

... ég hef þá eitthvað að gera á sunnudagskvöldið eftir allt!!!

Við erum að tala um næst-bestu mynd Elishu, og er hún fyrir ofan snilldarmyndirnar Old School og The Girl Next Door.

Þetta getur ekki klikkað....



Grípum niður í dóm:
Elisha Cuthbert is a terrific actress, and I have a feeling that her career is just going to take off! This film is a great, depressing gambling flick. It's not one of those ordinary, could-never-happen-in-a-million-years stories, because stranger things have happened. I would definitely recommend this movie to anyone who's in a too-happy mood.

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Hagnaðurinn í Flórens ....

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Hitabylgjan er á enda....

.... og kominn tími á að gera eitthvað annað!!!

Það er til dæmis hægt að fara að láta sig dreyma um utanlandsferðir.

Það er hægt að byrja að spara og safna fyrir íbúð.

Einnig væri ekki vitlaust að fara að byrja á ritgerðinni. Eiginlega búinn að negla niður efni!

Nú, það er hægt að blogga í frístundum!

Einnig er hægt að horfa á fótbolta á næstu mánuðum; og það nóg af honum.

Ég spái því að Liverpool standi uppi sem sigurvegar í vor.
Byrja væntanlega að fagna um miðjan apríl-mánuð!!!!!!

Sumar- /Hauskveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júlí 26, 2005

1st Annual Clint Invitational Golf Championship

... fór fram í fádæma veðurblíðu á Húsatóftavelli í Grindavík laugardaginn 23. júlí síðastliðinn.

Alls tóku 20 fullþroska karlmenn þátt í mótinu, eða 10 lið. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi, með forgjöf, og réð heildarpunktafjöldi að loknum 13 holum úrslitum mótsins.

Mótið átti að hefjast klukkan 14:00 stundvíslega, og hollin 5 áttu að byrja á fyrstu 5 teigunum. Það gekk ekki eftir vegna fádæma fávisku starfsmanna vallarins á golf-íþróttinni. Það var þó reynt að gera gott úr málunum og fór mótið hægt af stað; en af stað fór það.

Baldur Knútsson var skemmtana- og mótsstjóri.
Sem slíkur afhenti hann keppendum teig-gjöfina áður en lagt var af stað. Hún samanstóð af handklæði, derhúfu, áfengis-pela og svona 'uniti' með flatargaffli, boltamerki, tíum og blýanti. Nokkuð glæsileg gjöf myndi ég segja. Er styrktaraðilum mótsins þakkað fyrir gjafirnar.

Sjálft mótið gekk ágætlega fyrir sig. Búið var að draga/raða í lið þannig að einn 'góður' og einn 'slakur' myndu spila saman. Það gekk eftir í flestum tilfellum. Menn voru að spila misvel. Sjálfur spilaði ég með Steinari Arasyni. Við byrjuðum illa, en enduðum nokkuð vel. Á holunum 13 náðum við í 3 pör, 8 skolla, 1 skramba og 1 þrefaldan skolla.


Mótinu lauk svo í kringum klukkan 18:30, misjafnt þó eftir hollum.

_________________________________________________________

Að móti loknu var svo brunað heim, skellt sér í sturtu, og svo hist heima hjá mér í Hagnaðarsetrinu. Þar fór fram grillveisla, verðlauna-afhending, og svo almenn skemmtun og óheilbrigðir lifnaðarhættir.

Grillveislan samanstóð af kjúklingabringum, kartöflum, hrásalati og sósum. Sjálfur Ommidonna sá um matseld að mestu leiti, með mig sem aðstoðarmann. Þetta gekk stórslysalaust fyrir sig, og menn hámuðu þetta í sig af plast-diskum, með plast-hnífapörum... sem brotnuðu í gríð og erg. Þessu var svo skolað niður með Egils Gull bjór; af krana.

Svo var komið að stóru stundinni... sjálf verðlaunaafhendingin:

Fyrst voru veitt nándarverðlaun á 13. braut. Viðar Guðjónsson (Keðjan) vann þar glæsilega matarkörfu. Enda var hann sá eini sem hitti green-ið. Nándin var hátt í 30 metrar... á 138 metra braut!!!


Því næst voru veitt verðlaun fyrir lengsta 'drive'. Þau tók Ommidonna. Hann átti hátt í 300 metra högg á fyrstu brautinni. Fékk hann einnig matar (nammi) körfu.


Svo var það runner-ups.
Ég og Steini tókum það eftir gífurlega baráttu við Ommadonna og Ólaf Þórisson. Bæði lið á 22 punktum, en við sterkari á seinni hlutanum, og því unnum við. Í verðlaun voru golf-boltar.

Sigurvegarar mótsins léku á 23 punktum, eða aðeins 1 punkti fleira en liðum í öðru og þriðja sæti. Þvílík gífurleg gríðarleg spenna. Vááááá!
Sigurvegar mótsins voru Andrés Jónsson og Freyr Karlsson. Fengu þeir farandbikar í verðlaun, auk þess að hvor um sig fékk MP3 spilara/USB tengi.
Glæsileg verðlaun og glæsilegir sigurvegarar.

... svo var það rúsínan í pylsuendanum. Óvæntu verðlaunin...

Dregið var úr skorkortum og áttu allir jafna möguleika, eða 1/20 = 5%
Það er skemmst frá því að segja að ég sjálfur var dreginn út. Ætti kannski ekki að koma á óvart þegar maður hugsar útí það. Ég er einfaldlega gífurlega heppinn! 7-9-13

Í verðlaun var Playstation tölva.

_________________________________________________________

Svo var partý.

_________________________________________________________

Niðurstaða:
Ég vil meina að þetta hafi tekist alveg svakalega vel, ef undan eru skildir smá byrjunar-erfiðleikar á mótsstað. Menn virtust ánægðir með mótið og það var almenn gleði ríkjandi. Slíkt er mikilvægt.

Golf = 1500 kr
Matur og drykkur = 2000 kr
Vinátta og skemmtun = priceless

Það segir kannski meira en mörg orð að nú þegar er byrjað að skipuleggja næsta golf-sumar... og við erum ekki að tala um eitt mót! Nei nei; það er verið að tala um mótaröð!

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

Efnisorð:

mánudagur, júlí 25, 2005

Helgin...

... fór í golfmót og skemmtun!!!!!

Föstudagur = undirbúningur + eftirvænting
Laugardagur = golfmót+partý
Sunnudagur = frágangur + þreyta

Í dag er ég þreyttur.
Meira um þetta mót síðar.

Helvíti var þetta gaman,
Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 22, 2005

Flottur .... Flottari

Veðrið...

Djöfull er gott veður 'maður'.
Mér leið bara eins og ég væri í útlöndum á leið til vinnu í morgun. Það er bara léttur pólo-bolur í dag. Casual friday.

Núna er maður fljótur að gleyma öllu vonda veðrinu, já og öllu hlutlausa veðrinu. Gott veður er málið. Það hlýtur að vera Inni/Heitt.

Golf er líka Inni í dag. Aldrei að vita nema maður skelli sér á morgun og taki eins og 13 holur. Mesta áhyggjuefni mitt í dag er 'Hvaða der á ég að hafa á morgun?'

Já, svona getur þetta nú verið stundum!

Sumarkveðjur úr miðbænum,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Úr Fréttablaðinu í dag...

Sálverjinn Guðmundur Thorberg Jónsson hefur tekið upp breytta lífshætti og í samráði við thaílenska skottulækninn, Qjull I Massa, hafið stíft prógramm og látið af öllu sukki. „Næturlíf, dramb og kvensemi ollu því að ég hef ekki samið gott lag í sautján ár, eða frá því að ég setti saman lagið „Ströndin“, segir Guðmundur, en lagið kom upphaflega út á plötu Sálarinnar „Hvar er draumurinn?“ árið 1989. Þá hefur hann þekkst boð um að taka þátt í „make-over“ prógrammi í haust, svipuðu því sem Ruth Reginalds tók þátt í. „Mig hefur lengi dreymt um að hafa hærri kinnbein og fleiri freknur, þannig að ég sló til“, segir Guðmundur.

Ætli þetta sé svona grín-frétt?

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Salsasósur...


Ég hef lengi verið á því að Paul Newman´s sósurnar séu þær bestu. Þá helst af gerðinni 'Hot' og chunky!

Ég tók prufu-keyslu á eitt kvikindi í gær, og var ekki svikinn.

Reyndar er oftar keypt eitthvað annað inná mitt heimili; Mariachi, Doritos eða eitthvað annað í lægri gæðaflokki. Henta þær sósur betur í Sósuna (réttinn, ídýfuna, drulluna).

Einnig versla ég alla jafna í Bónus. Málið er að bónus selja ekki þessar sósur. Veit ég ekki ástæðuna, en það getur hugsanlega tengst því að allur ágóði af sölu Newman´s varanna rennur til góðgerðamála.

Annars langar mig að búa til mínar eigin sósur!
Er einhver með uppskrift að einföldu og góðu mixi??

Kv. Hagnaðurinn

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Fyrirspurn...

Ágætu vinir....
Hefur einhver reynslu af þessum stað: Esja Kjötvinnsla !!!


Golf...

... á laugardaginn fer fram eitt skemmtilegasta og sterkasta golfmót ársins, Clint Invitational.

Af því tilefni (og öðrum) var farið á Kjöl í Mosfellsbæ í gær og spilað einar 13 holur. Þess má til gamans geta að Clint Boðsmótið verður einmitt 13 holur að lengd.

Heyrst hefur að menn séu að æfa í laumi, og eru búnir að gera það síðustu vikurnar. Eru þær upplýsingar ekki seldar dýrara en þær voru keyptar!!!

Er mikið undir.
Fyrir utan hefðbundin verðlaun, s.s. bikar, matarkörfur, og fleira, auk tilkomumikillar teig-gjafar, þá er engan veginn hægt að útiloka að verðlaun fyrir "Besta Nýting Vallar" sé að spila golfhring með henni Jennu (sjá mynd).

Menn ættu því að hafa mjög góða afsökun fyrir því að slá 'hægri vinstri', í stað þess að fara beint áfram. Reyndar er gert ráð fyrir því að Daði Guðmundsson, a.k.a. Buffhrúturinn, a.k.a. 'Meistarinn' muni fara beint áfram ca. 100 metra í hverju höggi!!!

Stöðugleiki eða stöðnun?
'Þetta verður eitthvað'
Hagnaðurinn

mánudagur, júlí 18, 2005

Milljónamæringur....

Helgin...

... var nokkuð góð!

Á laugardaginn var sofið til hádegis. Það var þungbúið, en samt fannst mér sniðugt að fara í smá hjólreiðatúr. Því var skellt sér í smá heimsókn til Hörpu og svo endað hjá Gullu systir. Þar passaði ég þau Þóreyju Hildi og Dag í smá tíma. Hún grenjaði smá á mig. Var greinilega ekki að fíla að ég var ekki með brjóstamjólk.

Að pössun lokinni var rúllað uppí Kringlu, með skít uppá bak; í orðsins fyllstu merkingu. Þurfti að græja afmælisgjöf fyrir partý kvöldsins...

... því Baldur Knútsson er orðinn 25 ára gamall.


Ætli hann sé nakinn undir þessu???

Partý-ið um kvöldið var mjög gott...... Brúðkaups-umræður, sagan af 'Gunnari', matur og bjór, Gajol staup, almenn óskynsemi og fleira. Já, svona er þetta!!!!

Takk fyrir mig, minn kæri BK og mín kæra SH.

Hressilegur mánudagur,
Hagnaðurinn

laugardagur, júlí 16, 2005

Bítl tónleikurinn...


... ég skellti mér á Bítl í gær í Loftkastalanum. Sjálfur er ég nokkuð mikill Bítla aðdáandi, og hafði ég svona semi-miklar væntingar um góða skemmtun. Bara svona semi; ekkert miklar.

Reyndar tel ég að allir séu Bítla aðdáendur inni við beinið; já og Liverpool aðdáendur; já og auðvitað Sjálfstæðismenn.

En sýningin.... hún var alveg mjög skemmtileg. Tónlistin náttúrulega klassík, auk þess sem gamanmálið á milli laga tókst nokkuð vel upp. Þetta er 2 tíma sýning, og ég var alveg hrikalega ánægður með þetta.

Bestu lög: Golden Slumbers og Oh Darling.

"Tveir þumlar upp"
- Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 15, 2005

Föstudags-brandari... langur en góður!!!

Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.

Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita. Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika:

1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs.

Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".

Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.

Góða helgi,
Hagnaðurinn

Nýtt veggfóður...


















Hvað segiði um þetta?
Setti hana inn fyrir Kim Bauer, sem var búinn að einoka skjáina í ca. 2 mánuði....

Veðurspá Moggans..

... er búinn að vera 'right on' þessa vikuna.

Strax á mánudag var því spáð að fimmtudagurinn myndi verða góður hér í bæ. Ég held hreinlega að þeir hafi spáð rétt alla daga vikunnar.

Það er hins vegar slæmt, því ef þeir hafa rétt fyrir sér, þá verður enn ein slæm helgin...

Sjáum til!
Kannski var þetta bara heppni hjá þeim í vikunni, og á morgun verður alveg bongó-blíða.

... Annars er það bara Ikea og Smáralindin
Right!

Ég er þreyttur í dag,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Golf...

... fór að spila eftir vinnu í dag í Þorlákshöfn ásamt Gunna 'Mark' og Steinari Helga, vinnufélaga mínum.

Í Reykjavík var andvari og sólskin við brottför.
Í Þorlákshöfn var hávaðarok og skýjað.
Við komuna í Reykjavík um klukkan 22:00 var andvari og léttskýjað.

Þorlákshöfn er ömurlegasti staður landsins.... Keflavík included!

Allavega, þá hefur mér aldrei gengið jafn illa á heilum hring. Það sem er þó fróðlegt við þetta er að ég var ekki beint að slá neitt sérstaklega illa. Púttin voru ekkert í fokki, og stutta spilið alveg sæmilegt.

Völlurinn er bara viðbjóðslega erfiður OG lélegur. Stúlkan uppí skála tjáði mér að "fyrir nokkrum árum var þetta bara eyðimörk". Í dag er þetta blanda af grasi, stráum og eyðimörk. Brautirnar eru mjög þröngar, og ef maður lendir utan brautar, þá er það annað hvort víti eða 2-3 högg; allt eftir því hversu skynsamur maður er.

Ég lýsti því yfir nýlega að ég væri hættur að spila golf fyrr en ég gæti e-ð. Ég dreg það til baka. Hins vegar mun ég ekki spila Þorlákshöfn aftur á þessu ári.
Gáfulegra er að fara uppí Bakkakot (Mosó). Það er auðveldur völlur og góður uppá sjálfstraustið að gera.

Djöfull held ég að þið hafið gaman af þessum golf-bloggum mínum!!!

Bítl á morgun...
Hagnaðurinn

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Útihlaup...

.... er búinn að hlaupa 'hringinn' síðustu 2 kvöld.

Er búinn að vera í rugl lélegu formi síðustu vikurnar.
Er búinn að spila nokkra fótboltaleiki, og hef nánast undantekningarlaust meiðst einhvers staðar í hverjum leik. Það gengur ekki til lengdar.
Ég get ekki endalaust kennt völlunum um!!!!

Ég ákvað því að gera eitthvað í málinu.



Það er reyndar alveg ágætt að fara út að hlaupa eftir að ég eignaðist Ipod. Maður gleymir sér eiginlega. Getur líka gert tvennt í einu, og það er alltaf kostur.

_______________________________________


Annars er þessi síða öll að koma til. Linkarnir eru reyndar hálf-skrítnir, en það stendur til bóta. Veit aldrei hvað ég er að gera þegar ég fikta í templatinu, en þetta ætti að ganga að lokum.

Trial-and-error.
Jájá.

Hagnaðurinn

Tónleikar og tónlist...

... ég fór á tónleika á Nasa á mánudaginn var. Antony and the Johnsons spiluðu tónlist. Áður höfðu krakkarnir í Hudson Wayne rifið upp stemninguna með lágstemmdum Nick Cave fílíng.

Tónleikarnir stóðu engan veginn undir væntingum; sem voru miklar. Hljóð var slæmt, hitinn var mikill og biðin löng. Auk þess spiluðu þeir ekki mitt uppáhaldslag með þeim og þetta var bara allt í tómu fokki. Mikil vonbrigði.

Á svæðinu var mikið af celebum. Til dæmis voru þarna Björk Guðmundsdóttir, Mugison (fyrir aftan mig), Hildur Vala, Jón Ólafsson, Páll Óskar og fleiri og fleiri.

Athygli vakti á leið á tónleikastað að 'Ljóð-gæinn' var ekki við störf fyrir utan Apótekið. Hugsanlega hefur hann brugðið sér til Kanarýeyja. "Ljóð.... Ljóð"

______________________________________

Tók saman lítinn topp 5 lista í dag, yfir mínar uppáhaldshljómsveitir. Hann er svona:
1-2: Oasis
1-2: Stone Roses
3: Bítlarnir
4: Radiohead
5: Sigurrós

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

Nýtt útlit...

... sama röddin!

Mun henda inn commenta-draslinu fljótlega.
Svo mun þetta bara áfram verða sama innihaldsríka og skemmtilega síðan.

Annars þarf ég að fara að tala við Milo...

Er komið haust?
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júlí 12, 2005

sunnudagur, júlí 10, 2005

Línuskautar...

... brá mér á línuskauta áðan. Fjárfesti í slíkum á gjafarverð núna um daginn.

Útbúinn úlnliðs- og olnbogahlífum fór ég óhræddur af stað. Hélt mig aðallega hérna í Brekkuselinu. Kunni ég ekki að bremsu-bremsa, en var þó nokkuð lunkinn við að beygju bremsa. Hraðinn var lítill, og í rauninni kjánalegt að hafa þessar hlífar.

Það sem var þó verst var hversu óþægilegt var að klæðast þessum skóm. Iljarnar hreinlega engdust um í sársauka.
Slæm hönnun?
Kötturinn í sekknum?
Ég veit það ekki....kannski að æfingin skapi meistarann!

Gef þessu annan séns síðar...
Já, og ég þarf að fara að fiffa þessa ógeðslega ljótu síðu mína... eins og hún er nú innihaldsrík!!!!!!

Farinn á range-ið.
Hagnaðurinn

laugardagur, júlí 09, 2005

Tvær fullyrðingar:

a) Golf er erfiðasta íþrótt í heimi!
b) Golf er fyrir gamalmenni og aumingja!

Það er nokkuð augljóst að þessar 2 fullyrðingar geta ekki báðir átt við. Einnig er möguleiki að hvorug eigi við. Sjálfur hallast ég að a-lið hér að ofan. Vissulega er auðvelt að finna íþróttir sem eru erfiðari líkamlega séð, en það er ekki öll sagan.

Það er heildarpakkinn!
Menn geta verið t.d. verið góðir í golfi þrátt fyrir að vera 'óíþróttamannslega' vaxnir.

O jæja,
Hagnaðurinn

föstudagur, júlí 08, 2005

Sin City...

... er flottasta mynd allra tíma. Vá hvað hún var góð!!!!!

95/100*
Fór ég til Asíu í hádeginu?

Neinei, ég fór bara á Asíu. Örvæntið ekki....

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Jæja krakkar,

Þá er ég bara búinn að kaupa miða á tónleika Antony & The Johnsons.
Nasa á mánudag klukkan 21:00

Það fer hver að verða síðastur.
Nema ég og Ólafur Þórisson höfum verið síðastir???

Þetta verður eitthvað. Þetta verður sko eitthvað.

Antony Almeida

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Um golf....

Ég, Hagnaðurinn, er með 19,9 í forgjöf.
Ég hlýt að vera einhver lélegasti kylfingur miðað við forgjöf sem finnst í heiminum.
Þannig er það nú bara.
Ég viðurkenni vandann.
Fyrsta skref.

Hef ég því ákveðið að leita mér aðstoðar. Rétt eins og veikt fólk leitar sér hjálpar.
Ég þarf að læra að halda á kylfu.
Ég þarf að læra að standa rétt.
Ég þarf að læra að sveifla kylfu.
En ég er 'strong' mentally.

Það er kominn tími til að taka þetta uppá næsta level (e. next level). Sérstaklega ef ég þykist ætla í golfferð til Spánar í haust. Nenni hreinlega ekki að verða mér til skammar.

Ég á þó mína spretti, en þeir koma bara of sjaldan.

Stöðugleiki, ekki stöðnun
Hagnaðurinn
Foo Fighters tónleikar

Brá mér í Egilshöll í gær til að sjá Dave Grohl og félaga spila músík.

Þeir spiluðu sína helstu slagara. Má þar nefna:
My Hero
Stacked Actors
The One
This is a Call
Times Like These
Everlong (mitt uppáhalds lag með þeim! Dave spilaði það í órafmagnaðri útgáfu)
All my Life
Breakout
Learn to Fly
Best of You (nýjasti slagarinn)
Monkey Wrench

Foo Fighers voru alveg frábærir og léku við hvern sinn fingur, og voru greinilega búnir að stilla saman strengina.

Dave Grohl er rokkari af bestu gerð og hefur einstaklega góða nærveru og útgeislun. Söngur hans er kraftmikill og óbeislaður. Fyrsta flokks.

Sjálfur var ég nokkuð beislaður á tónleikunum og sleppti mér ekki í skaki og hoppi. Sló ég létt í lærið á mér og steig taktinn; í takt. Hristi ég einnig hausinn stöku sinnum. Og í nokkur skipti klappaði ég taktfast með fjöldanum.

Niðurstaða:
84/100*

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Steven Gerrard... (Uppfært - Gerrard verður áfram) - ég væri nú samt til í bein skipti!!!

... er að yfirgefa Liverpool, að því er heimildir herma.

Vona að hann fari að spila með einhverju leiðinlegu liði á Ítalíu. Mílanóliðin væru fín. Vill helst ekki sjá hann hjá Barcelona.

Samt væri gífurlega gaman að sjá Carragher fótbrjóta hann; á Stamford Bridge.

Í staðinn vill ég fá Ballack.
Reyndar væri gaman að skipta á Gerrard og Ballack.
Bein skipti.

Kemur væntanlega í ljós í kvöld.

Dómsdagur?
Hagnaðurinn

mánudagur, júlí 04, 2005

Spes...

... video (hljóð nauðsyn) ---- 14+
Ætlaði að segja fáein orð um Akureyri...

... en ég nenni því ekki.

Harpa er með ágætis úttekt á þessu.

Annars var ég að sjá að ég er kominn á lista hjá Valgerði Sverris.
Gott ef Harpa sá hana ekki við ósa Blöndu á föstudaginn. Var hún þar á skallanum dansandi línudans. Eða kannski var það eitthvað allt annað!

Já, ég er þreyttur.
Helgarfrí eru aldrei nein frí.

"Be Careful"
Tony

föstudagur, júlí 01, 2005

Helgin og fleira...

... pælingin er að bregða sér á Akureyri um helgina. Rúlla strax eftir vinnu í dag. Hef reyndar ekki sofið í tjaldi um aldir alda. Er reyndar ekki heldur búinn að redda tjaldi fyrir helgina (en það hlýtur að reddast einhvern veginn, haaaa einhver???)

Hvað er að gerast?
Jú, það er eitthvað fótboltamót fyrir eldri menn; og yngri. En ekkert fyrir svona 'menn á miðjum aldri' eins og mig. Ætla að taka með mér golfkylfurnar og reyna að spila völlinn þarna. Reyndar eitthvað Mastercard mót í gangi á morgun. Gæti neyðst til að taka þátt í því.

Já, svo er ball með Sálinni á Sjallanum. 7500 kr inn!

*****************************************

Annars er gaman að segja frá því að ég náði mínu historical low í fótbolta í gær. Var að spila með liðinu mínu gegn einhverjum köppum og það er skemmst frá því að segja að við lágum 4-0. Ég er samt eiginlega á því að við höfum verið betri. Gekk bara ekki alveg nógu vel að klára færin, og þá sérstaklega ég.

En ég er reyndar á því að þessi utandeild er hálf fáránleg á köflum. Maður hefði haldið að menn væru í þessu til að hafa gaman. En reynsla mín af þessu er meira að menn virðast spila eingöngu til að fá einhvers konar útrás fyrir almenna reiði. Ég er að tala um gróf heimskuleg brot, tuð, væl og aumingjaskap.

Á skalanum 1-20 er utandeildin svona að mínu mati:
Leikgleði: 5
Harka: 17
Sendingar: 4
Vallaraðstæður: 8
Dómgæsla: 6
Munnsöfnuður: 16
Hreyfing án bolta: 4

Annars er ég mjög hress. Mættur í vinnuna 7:30 - eins og alla aðra daga þessa vikuna.

Kv. Hagnaðurinn