miðvikudagur, júlí 13, 2005

Tónleikar og tónlist...

... ég fór á tónleika á Nasa á mánudaginn var. Antony and the Johnsons spiluðu tónlist. Áður höfðu krakkarnir í Hudson Wayne rifið upp stemninguna með lágstemmdum Nick Cave fílíng.

Tónleikarnir stóðu engan veginn undir væntingum; sem voru miklar. Hljóð var slæmt, hitinn var mikill og biðin löng. Auk þess spiluðu þeir ekki mitt uppáhaldslag með þeim og þetta var bara allt í tómu fokki. Mikil vonbrigði.

Á svæðinu var mikið af celebum. Til dæmis voru þarna Björk Guðmundsdóttir, Mugison (fyrir aftan mig), Hildur Vala, Jón Ólafsson, Páll Óskar og fleiri og fleiri.

Athygli vakti á leið á tónleikastað að 'Ljóð-gæinn' var ekki við störf fyrir utan Apótekið. Hugsanlega hefur hann brugðið sér til Kanarýeyja. "Ljóð.... Ljóð"

______________________________________

Tók saman lítinn topp 5 lista í dag, yfir mínar uppáhaldshljómsveitir. Hann er svona:
1-2: Oasis
1-2: Stone Roses
3: Bítlarnir
4: Radiohead
5: Sigurrós

Góðar stundir,
Hagnaðurinn