mánudagur, júlí 18, 2005

Helgin...

... var nokkuð góð!

Á laugardaginn var sofið til hádegis. Það var þungbúið, en samt fannst mér sniðugt að fara í smá hjólreiðatúr. Því var skellt sér í smá heimsókn til Hörpu og svo endað hjá Gullu systir. Þar passaði ég þau Þóreyju Hildi og Dag í smá tíma. Hún grenjaði smá á mig. Var greinilega ekki að fíla að ég var ekki með brjóstamjólk.

Að pössun lokinni var rúllað uppí Kringlu, með skít uppá bak; í orðsins fyllstu merkingu. Þurfti að græja afmælisgjöf fyrir partý kvöldsins...

... því Baldur Knútsson er orðinn 25 ára gamall.


Ætli hann sé nakinn undir þessu???

Partý-ið um kvöldið var mjög gott...... Brúðkaups-umræður, sagan af 'Gunnari', matur og bjór, Gajol staup, almenn óskynsemi og fleira. Já, svona er þetta!!!!

Takk fyrir mig, minn kæri BK og mín kæra SH.

Hressilegur mánudagur,
Hagnaðurinn