Helgin og fleira...
... pælingin er að bregða sér á Akureyri um helgina. Rúlla strax eftir vinnu í dag. Hef reyndar ekki sofið í tjaldi um aldir alda. Er reyndar ekki heldur búinn að redda tjaldi fyrir helgina (en það hlýtur að reddast einhvern veginn, haaaa einhver???)
Hvað er að gerast?
Jú, það er eitthvað fótboltamót fyrir eldri menn; og yngri. En ekkert fyrir svona 'menn á miðjum aldri' eins og mig. Ætla að taka með mér golfkylfurnar og reyna að spila völlinn þarna. Reyndar eitthvað Mastercard mót í gangi á morgun. Gæti neyðst til að taka þátt í því.
Já, svo er ball með Sálinni á Sjallanum. 7500 kr inn!
Annars er gaman að segja frá því að ég náði mínu historical low í fótbolta í gær. Var að spila með liðinu mínu gegn einhverjum köppum og það er skemmst frá því að segja að við lágum 4-0. Ég er samt eiginlega á því að við höfum verið betri. Gekk bara ekki alveg nógu vel að klára færin, og þá sérstaklega ég.
En ég er reyndar á því að þessi utandeild er hálf fáránleg á köflum. Maður hefði haldið að menn væru í þessu til að hafa gaman. En reynsla mín af þessu er meira að menn virðast spila eingöngu til að fá einhvers konar útrás fyrir almenna reiði. Ég er að tala um gróf heimskuleg brot, tuð, væl og aumingjaskap.
Á skalanum 1-20 er utandeildin svona að mínu mati:
Leikgleði: 5
Harka: 17
Sendingar: 4
Vallaraðstæður: 8
Dómgæsla: 6
Munnsöfnuður: 16
Hreyfing án bolta: 4
Annars er ég mjög hress. Mættur í vinnuna 7:30 - eins og alla aðra daga þessa vikuna.
Kv. Hagnaðurinn
... pælingin er að bregða sér á Akureyri um helgina. Rúlla strax eftir vinnu í dag. Hef reyndar ekki sofið í tjaldi um aldir alda. Er reyndar ekki heldur búinn að redda tjaldi fyrir helgina (en það hlýtur að reddast einhvern veginn, haaaa einhver???)
Hvað er að gerast?
Jú, það er eitthvað fótboltamót fyrir eldri menn; og yngri. En ekkert fyrir svona 'menn á miðjum aldri' eins og mig. Ætla að taka með mér golfkylfurnar og reyna að spila völlinn þarna. Reyndar eitthvað Mastercard mót í gangi á morgun. Gæti neyðst til að taka þátt í því.
Já, svo er ball með Sálinni á Sjallanum. 7500 kr inn!
*****************************************
Annars er gaman að segja frá því að ég náði mínu historical low í fótbolta í gær. Var að spila með liðinu mínu gegn einhverjum köppum og það er skemmst frá því að segja að við lágum 4-0. Ég er samt eiginlega á því að við höfum verið betri. Gekk bara ekki alveg nógu vel að klára færin, og þá sérstaklega ég.
En ég er reyndar á því að þessi utandeild er hálf fáránleg á köflum. Maður hefði haldið að menn væru í þessu til að hafa gaman. En reynsla mín af þessu er meira að menn virðast spila eingöngu til að fá einhvers konar útrás fyrir almenna reiði. Ég er að tala um gróf heimskuleg brot, tuð, væl og aumingjaskap.
Á skalanum 1-20 er utandeildin svona að mínu mati:
Leikgleði: 5
Harka: 17
Sendingar: 4
Vallaraðstæður: 8
Dómgæsla: 6
Munnsöfnuður: 16
Hreyfing án bolta: 4
Annars er ég mjög hress. Mættur í vinnuna 7:30 - eins og alla aðra daga þessa vikuna.
Kv. Hagnaðurinn
<< Home