miðvikudagur, júlí 06, 2005

Um golf....

Ég, Hagnaðurinn, er með 19,9 í forgjöf.
Ég hlýt að vera einhver lélegasti kylfingur miðað við forgjöf sem finnst í heiminum.
Þannig er það nú bara.
Ég viðurkenni vandann.
Fyrsta skref.

Hef ég því ákveðið að leita mér aðstoðar. Rétt eins og veikt fólk leitar sér hjálpar.
Ég þarf að læra að halda á kylfu.
Ég þarf að læra að standa rétt.
Ég þarf að læra að sveifla kylfu.
En ég er 'strong' mentally.

Það er kominn tími til að taka þetta uppá næsta level (e. next level). Sérstaklega ef ég þykist ætla í golfferð til Spánar í haust. Nenni hreinlega ekki að verða mér til skammar.

Ég á þó mína spretti, en þeir koma bara of sjaldan.

Stöðugleiki, ekki stöðnun
Hagnaðurinn