miðvikudagur, júlí 13, 2005

Útihlaup...

.... er búinn að hlaupa 'hringinn' síðustu 2 kvöld.

Er búinn að vera í rugl lélegu formi síðustu vikurnar.
Er búinn að spila nokkra fótboltaleiki, og hef nánast undantekningarlaust meiðst einhvers staðar í hverjum leik. Það gengur ekki til lengdar.
Ég get ekki endalaust kennt völlunum um!!!!

Ég ákvað því að gera eitthvað í málinu.



Það er reyndar alveg ágætt að fara út að hlaupa eftir að ég eignaðist Ipod. Maður gleymir sér eiginlega. Getur líka gert tvennt í einu, og það er alltaf kostur.

_______________________________________


Annars er þessi síða öll að koma til. Linkarnir eru reyndar hálf-skrítnir, en það stendur til bóta. Veit aldrei hvað ég er að gera þegar ég fikta í templatinu, en þetta ætti að ganga að lokum.

Trial-and-error.
Jájá.

Hagnaðurinn