fimmtudagur, júlí 21, 2005

Úr Fréttablaðinu í dag...

Sálverjinn Guðmundur Thorberg Jónsson hefur tekið upp breytta lífshætti og í samráði við thaílenska skottulækninn, Qjull I Massa, hafið stíft prógramm og látið af öllu sukki. „Næturlíf, dramb og kvensemi ollu því að ég hef ekki samið gott lag í sautján ár, eða frá því að ég setti saman lagið „Ströndin“, segir Guðmundur, en lagið kom upphaflega út á plötu Sálarinnar „Hvar er draumurinn?“ árið 1989. Þá hefur hann þekkst boð um að taka þátt í „make-over“ prógrammi í haust, svipuðu því sem Ruth Reginalds tók þátt í. „Mig hefur lengi dreymt um að hafa hærri kinnbein og fleiri freknur, þannig að ég sló til“, segir Guðmundur.

Ætli þetta sé svona grín-frétt?