þriðjudagur, júlí 19, 2005

Golf...

... á laugardaginn fer fram eitt skemmtilegasta og sterkasta golfmót ársins, Clint Invitational.

Af því tilefni (og öðrum) var farið á Kjöl í Mosfellsbæ í gær og spilað einar 13 holur. Þess má til gamans geta að Clint Boðsmótið verður einmitt 13 holur að lengd.

Heyrst hefur að menn séu að æfa í laumi, og eru búnir að gera það síðustu vikurnar. Eru þær upplýsingar ekki seldar dýrara en þær voru keyptar!!!

Er mikið undir.
Fyrir utan hefðbundin verðlaun, s.s. bikar, matarkörfur, og fleira, auk tilkomumikillar teig-gjafar, þá er engan veginn hægt að útiloka að verðlaun fyrir "Besta Nýting Vallar" sé að spila golfhring með henni Jennu (sjá mynd).

Menn ættu því að hafa mjög góða afsökun fyrir því að slá 'hægri vinstri', í stað þess að fara beint áfram. Reyndar er gert ráð fyrir því að Daði Guðmundsson, a.k.a. Buffhrúturinn, a.k.a. 'Meistarinn' muni fara beint áfram ca. 100 metra í hverju höggi!!!

Stöðugleiki eða stöðnun?
'Þetta verður eitthvað'
Hagnaðurinn