miðvikudagur, júlí 27, 2005

Hitabylgjan er á enda....

.... og kominn tími á að gera eitthvað annað!!!

Það er til dæmis hægt að fara að láta sig dreyma um utanlandsferðir.

Það er hægt að byrja að spara og safna fyrir íbúð.

Einnig væri ekki vitlaust að fara að byrja á ritgerðinni. Eiginlega búinn að negla niður efni!

Nú, það er hægt að blogga í frístundum!

Einnig er hægt að horfa á fótbolta á næstu mánuðum; og það nóg af honum.

Ég spái því að Liverpool standi uppi sem sigurvegar í vor.
Byrja væntanlega að fagna um miðjan apríl-mánuð!!!!!!

Sumar- /Hauskveðja,
Hagnaðurinn