sunnudagur, júlí 10, 2005

Línuskautar...

... brá mér á línuskauta áðan. Fjárfesti í slíkum á gjafarverð núna um daginn.

Útbúinn úlnliðs- og olnbogahlífum fór ég óhræddur af stað. Hélt mig aðallega hérna í Brekkuselinu. Kunni ég ekki að bremsu-bremsa, en var þó nokkuð lunkinn við að beygju bremsa. Hraðinn var lítill, og í rauninni kjánalegt að hafa þessar hlífar.

Það sem var þó verst var hversu óþægilegt var að klæðast þessum skóm. Iljarnar hreinlega engdust um í sársauka.
Slæm hönnun?
Kötturinn í sekknum?
Ég veit það ekki....kannski að æfingin skapi meistarann!

Gef þessu annan séns síðar...
Já, og ég þarf að fara að fiffa þessa ógeðslega ljótu síðu mína... eins og hún er nú innihaldsrík!!!!!!

Farinn á range-ið.
Hagnaðurinn