Salsasósur...
Ég hef lengi verið á því að Paul Newman´s sósurnar séu þær bestu. Þá helst af gerðinni 'Hot' og chunky!
Ég tók prufu-keyslu á eitt kvikindi í gær, og var ekki svikinn.
Reyndar er oftar keypt eitthvað annað inná mitt heimili; Mariachi, Doritos eða eitthvað annað í lægri gæðaflokki. Henta þær sósur betur í Sósuna (réttinn, ídýfuna, drulluna).
Einnig versla ég alla jafna í Bónus. Málið er að bónus selja ekki þessar sósur. Veit ég ekki ástæðuna, en það getur hugsanlega tengst því að allur ágóði af sölu Newman´s varanna rennur til góðgerðamála.
Annars langar mig að búa til mínar eigin sósur!
Er einhver með uppskrift að einföldu og góðu mixi??
Kv. Hagnaðurinn
<< Home