Bítl tónleikurinn...
... ég skellti mér á Bítl í gær í Loftkastalanum. Sjálfur er ég nokkuð mikill Bítla aðdáandi, og hafði ég svona semi-miklar væntingar um góða skemmtun. Bara svona semi; ekkert miklar.
Reyndar tel ég að allir séu Bítla aðdáendur inni við beinið; já og Liverpool aðdáendur; já og auðvitað Sjálfstæðismenn.
En sýningin.... hún var alveg mjög skemmtileg. Tónlistin náttúrulega klassík, auk þess sem gamanmálið á milli laga tókst nokkuð vel upp. Þetta er 2 tíma sýning, og ég var alveg hrikalega ánægður með þetta.
Bestu lög: Golden Slumbers og Oh Darling.
"Tveir þumlar upp"
- Hagnaðurinn
<< Home