miðvikudagur, júlí 06, 2005

Foo Fighters tónleikar

Brá mér í Egilshöll í gær til að sjá Dave Grohl og félaga spila músík.

Þeir spiluðu sína helstu slagara. Má þar nefna:
My Hero
Stacked Actors
The One
This is a Call
Times Like These
Everlong (mitt uppáhalds lag með þeim! Dave spilaði það í órafmagnaðri útgáfu)
All my Life
Breakout
Learn to Fly
Best of You (nýjasti slagarinn)
Monkey Wrench

Foo Fighers voru alveg frábærir og léku við hvern sinn fingur, og voru greinilega búnir að stilla saman strengina.

Dave Grohl er rokkari af bestu gerð og hefur einstaklega góða nærveru og útgeislun. Söngur hans er kraftmikill og óbeislaður. Fyrsta flokks.

Sjálfur var ég nokkuð beislaður á tónleikunum og sleppti mér ekki í skaki og hoppi. Sló ég létt í lærið á mér og steig taktinn; í takt. Hristi ég einnig hausinn stöku sinnum. Og í nokkur skipti klappaði ég taktfast með fjöldanum.

Niðurstaða:
84/100*