fimmtudagur, júlí 14, 2005

Golf...

... fór að spila eftir vinnu í dag í Þorlákshöfn ásamt Gunna 'Mark' og Steinari Helga, vinnufélaga mínum.

Í Reykjavík var andvari og sólskin við brottför.
Í Þorlákshöfn var hávaðarok og skýjað.
Við komuna í Reykjavík um klukkan 22:00 var andvari og léttskýjað.

Þorlákshöfn er ömurlegasti staður landsins.... Keflavík included!

Allavega, þá hefur mér aldrei gengið jafn illa á heilum hring. Það sem er þó fróðlegt við þetta er að ég var ekki beint að slá neitt sérstaklega illa. Púttin voru ekkert í fokki, og stutta spilið alveg sæmilegt.

Völlurinn er bara viðbjóðslega erfiður OG lélegur. Stúlkan uppí skála tjáði mér að "fyrir nokkrum árum var þetta bara eyðimörk". Í dag er þetta blanda af grasi, stráum og eyðimörk. Brautirnar eru mjög þröngar, og ef maður lendir utan brautar, þá er það annað hvort víti eða 2-3 högg; allt eftir því hversu skynsamur maður er.

Ég lýsti því yfir nýlega að ég væri hættur að spila golf fyrr en ég gæti e-ð. Ég dreg það til baka. Hins vegar mun ég ekki spila Þorlákshöfn aftur á þessu ári.
Gáfulegra er að fara uppí Bakkakot (Mosó). Það er auðveldur völlur og góður uppá sjálfstraustið að gera.

Djöfull held ég að þið hafið gaman af þessum golf-bloggum mínum!!!

Bítl á morgun...
Hagnaðurinn