föstudagur, júlí 22, 2005

Veðrið...

Djöfull er gott veður 'maður'.
Mér leið bara eins og ég væri í útlöndum á leið til vinnu í morgun. Það er bara léttur pólo-bolur í dag. Casual friday.

Núna er maður fljótur að gleyma öllu vonda veðrinu, já og öllu hlutlausa veðrinu. Gott veður er málið. Það hlýtur að vera Inni/Heitt.

Golf er líka Inni í dag. Aldrei að vita nema maður skelli sér á morgun og taki eins og 13 holur. Mesta áhyggjuefni mitt í dag er 'Hvaða der á ég að hafa á morgun?'

Já, svona getur þetta nú verið stundum!

Sumarkveðjur úr miðbænum,
Hagnaðurinn