miðvikudagur, maí 31, 2006
mánudagur, maí 29, 2006
24, Season 5...
Ég réð ekki við mig og kláraði síðustu 4 þættina í seríunni í gær.
Enn einu sinni bjóða framleiðendur þáttanna okkur uppá besta sjónvarpsefni sem völ er á, og þá er ég að tala um allt sjónvarpsefni. Ég á eftir að sakna Tony.
Núna tekur bara við hefðbundin bið eftir Season 6, auk þess sem von er á 24 The Movie. Svo er von á einhverju spili/leik! Stolin hugmynd?
Annars þarf ég að fara að verða duglegri að spila 24 PS2 tölvuleikinn, ég hef verið alltof latur/busy.
[Chappelle catches Tony taking a briefcase out of a cabinet]
Tony Almeida: They're suicide capsules. For the people at the hotel. It's going to get pretty bad down there.
Ryan Chappelle: That's against every regulation in the book.
Tony Almeida: Yeah. [pause]
Ryan Chappelle: Do it.
Ykkar einlægur,
Tony Almeida
Ps.
Tony Almeida: Some people feel more comfortable in hell.
sunnudagur, maí 28, 2006
Fótbolti...
Úrslit = 13-1.
Mér tókst þó að meiða mig (enn einu sinni) þegar ég bjargaði hetjulega frá Hafþóri/Eyþóri á línu. Það er fórnað sér fyrir málstaðinn með F.C. Bootcamp. Þetta eru samt svona Bauer-meiðsl, sem þýðir að ég geti snúið aftur mjög fljótlega (í næsta þætti).
Annars hef ég hugsað mér að spila með TLC í alvöru utandeildinni í sumar. Sjáum hvernig það gengur.
Auk þess er ennþá örlítill möguleiki að ég sé að fara á HM. Lítill er hann, en hann er!
"Gefum honum von, ohh ohh oh, Adrian Nigelsen biður um líf"
föstudagur, maí 26, 2006
Pólitík.
Meginmál:
Framsóknarflokkurinn.
Frjálslyndi flokkurinn.
Samfylkingin.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Vinsti grænir.
Niðurstaða:
Sjálfstæðisflokkurinn.
fimmtudagur, maí 25, 2006
Rif og bjór...
Rifjadagar á Hereford
Allir miðvikudagar eru rifjadagar á Hereford. Rif og stór bjór milli 17 og 20.Verð kr. 1.990.-
Samkvæmt Reykjavík Grapewine er þetta málið í dag.
But if you find those kinds of friends, Hereford’s Wednesday rib special is the stuff of dreams – the carnivorous kind the kids in Lord of the Flies started to have towards the end of the retreat. What is there to explain about the special? For 1,900 ISK, you get a big pint of Viking Beer, you get a big slab of ribs, properly prepared – Hereford doesn’t do the massive, pre-packed, curiously chicken-tasting ribs. You also get French fries, some towels, and a big bowl of mayonnaise-covered vegetables, which, if you’re in a place that serves massive slabs of ribs, you will likely not look twice at.
Ribs taste good. Beer tastes good. Add two glasses of world-class Elijah Craig Bourbon for the exclamation point.
Er einhver maður í þetta næsta miðvikudag???
miðvikudagur, maí 24, 2006
þriðjudagur, maí 23, 2006
Tímamót...
Hallelújah!
Næsta mál á dagskrá:
Segja mig úr Sjálfstæðisflokknum.
mánudagur, maí 22, 2006
Fjör í Tékklandi...
Það væri gaman að sjá Gísla Litla Martein gef Degi Litla léttan utan undir, svona til að krydda þessa baráttu hérna heima aðeins.
Annars þurfum við ekkert að örvænta eftir kosningarnar, því allt verður ókeypis, eða svo gott sem!
Eða hvað?
Dýrasta búð í heimi...
Núna áðan sá ég til dæmis 2 lítra af vatni á 229 kr.
Hvaða rugl er það?
sunnudagur, maí 21, 2006
Fjöruborðið - Yfirvigt...
Sérstaklega kom á óvart hvernig maturinn var borinn fram. Hvítvínið var í mjólkurglösum, nánast fyllt uppí topp, og svo var bara stór skál með humri (í skelinni), kartöflum og sítrónu, og slatta af smjöri á botninum. Annað meðlæti var salat, og e-ð brasað grænmeti.
Síðan var bara skellt á sig svuntu og tekið til hendinni, í orðsins fyllstu. Hnífapör voru óþörf að þessu sinni.
Einkunn:
90/100
Æla...
Heyrðu, tekur litla skottan sig ekki til og ælir yfir fína jakkann hans pabba síns í upphafi veislunnar. Annað skiptið á ævinni sem hún ælir. Hún hefur þá náð að kúka á mig, pissa á mig og æla á mig.
Þessi elska....
laugardagur, maí 20, 2006
Hlutdrægir lýsendur...
"... Hörður og Heimir voru þá heldur daprir í bragði, eins og leikurinn hefði farið frekar illa sem var auðvitað ekki rétt því að annað liðið vann, sem er jú markmiðið, og það vildi til að það var betra liðið sem vann, um það hljóta allir sem eitthvert vit hafa á knattspyrnulistinni að vera sammála."
Og meira:
"Það var hræðilega leiðinlegt fyrir mikinn Barcelona-mann að horfa á leikinn undir lýsingu þessara óvönduðu sjónvarpsmanna. Þeir eiginlega eyðilögðu alla stemningu. Ef lýsendur halda með öðru liðinu ættu þeir að minnsta kosti að segja áhorfendum það. Betra og skemmtilegra væri þó að að lýsendurnir héldu með sínu liðinu hvor. En faglega séð myndu sjálfsagt margir áhorfendur kjósa að lýsendurnir væru hlutlausir kunnáttumenn."
Ég er sammála hverju orði!
föstudagur, maí 19, 2006
Adrenalín og humar...
Í kvöld verður svo endað á veitingastaðnum Fjöruborðið, sem staðsettur er á Stokkseyri. Þar verður skellt sér í humarveislu, og ég er líklegur til afreka.
Helgarkveðja,
Hagnaðurinn
fimmtudagur, maí 18, 2006
Yfirvigt í gráðosti...
Í gær eldaði ég fylltar kjúklingabringur með gráðosti og basiliku. Mjög gott.
Í dag fór ég svo á Grillhúsið Tryggvagötu og fékk mér gráðostaborgara, nema hvað. Hann var mjög góður.
Þetta heitir víst gráða-ostur, sbr. umræða hér og comment að neðan. Ég nenni samt ekki að leiðrétta textann að ofan.
Hér má sjá athyglisvert video af Belletti ganga um völlinn í gær, klukkustund eftir að leiknum lauk. Hann er víst að reyna að átta sig á því hvort þetta hafi verið draumur!!!
miðvikudagur, maí 17, 2006
Evrópumeistarar...
Lýsendur leiksins voru ekki sammála virtist vera. Hörður Magnússon og Heimir Guðjónsson héldu með Arsenal frá fyrstu mínútu. Ef marka mátti lýsingu þeirra var slæm dómgæsla eina ástæðan að Barcelona vann. Einmitt.
Smá tölfræði:
Possession: 71% vs. 29%
Skot: 21 vs. 9
Brot: 20 -16
Gul: 2 -2
Barcelona unnu leikinn vegna þess að þeir eru með betra lið.
Svo er Henry e-ð að væla:
'Maybe next time I'll learn how to dive. I expect the referee to do his job but I don't think he did.'-- Kannski Eboue geti verið hans lærifaðir og fyrirmynd?
þriðjudagur, maí 16, 2006
Veitingastaðaspjall...
Þetta var í fyrsta skiptið sem ég borðaði á staðnum undir nýju nafni. Áður var ég MJÖG hrifinn af Old West.
Í dag fékk ég mér gráðostaborgara. Viðbjóður segja sumir, nammi namm segi ég.
Borgarinn var góður, en ekki afbragð eins og hinn goðsagnakenndi 'Gleymérei' á Vitabar (það er sko alvöru borgari gott fólk). Franskarnar voru ekki alveg nógu góðar. Þær voru full steikarolíu-kenndar. Þessu skolaði ég niður með ísköldu coca cola, sem var svona kalt því glasið var gjörsamlega fyllt af klökum. Það er kostur þegar boðið er uppá fría áfyllingu, en er STÓR ókostur þegar svo er ekki. Rán um hábjartan dag myndi ég kalla það.
Fyrir þetta borgaði ég rúmar 1000 kr, og var þá búið að taka tillit til einhvers starfsmannaafsláttar sem ég hef þarna.
Niðurstaða:
Þangað til að búið verður að opna American Style á gamla Pizza 67 í Tryggvagötunni mun ekki verða alvöru samkeppni til staðar þegar kemur að hamborgurum í miðbæ Reykjavíkur. Þangað til verður meðalmennskan í fyrirrúmi.
Hamborgarabúllan æpa sumir. "Of naumt skammtað", æpi ég á móti.
Góðan daginn og góða nótt.
Kvöldvaktinni er lokið,
Hagnaðurinn
Barcelona - Arsenal ... SPÁ
2-2 eftir framlengingu.
Í vítaspyrnukeppninni getur allt gerst, en Arsenal verða að teljast líklegri. Samt vinna Barcelona 4-2. Gilberto 'Fireman' og Sol Campell tjóka.
Kveðja,
Hagnaðurinn
sunnudagur, maí 14, 2006
Mission Impossibel III...
Mér finnst fyrsta myndin samt enn langlangbest, þessi er næstbest.
föstudagur, maí 12, 2006
fimmtudagur, maí 11, 2006
Sú litla...
Núna er ég búinn að vera í viku sumarfríi, sem endar á morgun. Ég mun því snúa aftur til vinnu af fullum krafti á mánudag. Það er um að gera að nota eitthvað af öllu þessu fríi, enda geri ég ráð fyrir að taka 4 mánaða fæðingarorlof + 5 vikurnar sem ég fæ í sumarfrí!
Annars var litla skottan að fá spennur í hárið í dag, og virðist bara nokkuð sátt með það.
Hún virðist heldur ekkert hafa á móti því að láta kyssa sig aðeins og knúsa.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Verðbólgan...
Hún fór reyndar af stað í mars, en núna er búið að losa um nítróið, og allt sett í botn...
Skuldir landsmanna aukast, kaupmáttur lækkar, kjarasamningar í hættu...
Er allt að fara til andskotans?
þriðjudagur, maí 09, 2006
Hjólreiðar...
Ég tók mig til seinni partinn og hjólaði niðrí bæ, úr Seljahverfinu. Fór allan fossvogsdalinn, meðfram öskjuhlíðinni og þaðan niðrí bæ. Tók svo Miklubrautina heim.
Á leiðinni heim stoppaði ég stuttlega við í Fram-heimilinu, sem hefur breyst aðeins. Það er búið að byggja veglega viðbyggingu með flottum sal. Auk þess horfði ég aðeins á æfingu hjá meistaraflokki félagsins í fótbolta. Þar vakti sérstaklega athygli hversu beittur Viðar Guðjónsson var fram á við. Meðal annars skoraði hann fallegt mark, sláin inn, utan af velli. Auk þess setti hann eitt Henry mark, innanfótar í fjærhornið vinstra megin í teignum.
Nú spyrja menn sig: Er Viðar loksins að springa út?
Daði Guðmundsson virkaði hins vegar þreyttur, og ég tel ástæðu þreytunnar vera ljóðagerð Daða, stundum langt fram eftir nóttu. Rifjum upp eitt af betri ljóðum Daða:
Játning
Ég er Guðmundur Torfason í dulargervi.
Ég er hress, en þreyttur,
Hagnaðurinn
mánudagur, maí 08, 2006
Golf...
Það var rjómablíða þegar við runnum í hlað og daufa sveppalykt lagði yfir sléttur suðurlandsins. "Fullkomið veður fyrir golf", eins og stundum er sagt.
Ég var að spila völlinn í fyrsta sinn síðan árið 2003, og það var eins og ég væri á heimavelli. Ég var í Staples Center, ég var á Nou Camp, ég var á Anfield.
Lokaskor:
Hauger Woods (98) -- 49/49
Jose Maria Biggazabal (91) -- 46/45
Kannski ekkert svakalega merkilegar tölur, en stutta spilið var að stríða mér. "Það stóð ekki steinn yfir steini". Nú þarf bara að fara að slípa demantinn, og stefna að því að toppa á Bay Hill í ágústmánuði.
Golfkveðja,
Hauger Woods
sunnudagur, maí 07, 2006
Alf og körfur...
Þættirnir eru á dagskrá á morgnana á Stöð 2, einhvern tímann á milli 10 og 11.
Það er skemmst frá því að segja að Alf er að koma sterkur inn. Mjög skemmtilegur þáttur.
Annars vek ég athygli á því að það er búið að skipta um körfur útí Seljaskóla. Körfurnar eru að vísu allar lágar (ég get stokkið uppá hringinn!), en það eru fínir hringir, spjöld (mikilvægt fyrir Duncan) og net (mikilvægt fyrir mig).
Kveðja,
Hagnaðurinn
Lakers...
Ég vona að stjórn félagsins hreinsi til í sumar, og ég vitna í Clublakers síðuna:
To this end, it’s my strongest wish that the Lakers do something / anything to get veteran players in here to show these guys that passing to Kobe and standing around won’t win anything but an early vacation.
Kveðja,
Hagnaðurinn
laugardagur, maí 06, 2006
Manchester-tónleikar...
Þetta er miðar í stæði.
Miðarnir fást gefins hjá mér.
Hafið samband ef þið hafið áhuga.
Kveðja,
Hagnaðurinn
fimmtudagur, maí 04, 2006
Vagninn!
Vagninn olli engum vonbrigðum, enda er hér á ferðinni Rollsinn í vögnunum. Við mættum nokkrum Toyotum á leiðinni, en þeir eru bara druslur samanborið við Emmaljunga ofurvagninn.
Er ekki annars kominn tími til að nota þennan ömurlega malarvöll við Seljaskóla í eitthvað gáfulegt?
Fallega 4 hæða blokk kannski?
Eða Bónus verslun?
Jafnvel Outback Steakhouse?
Minigolf völl?
Sundlaug?
Ég vill lausnir og það strax.
Kveðja,
Hagnaðurinn
miðvikudagur, maí 03, 2006
Pólitískt hneyksli?
Allt gott og blessað með það... eða hvað?
Nú segja fróðir menn, meðal annars Sigurjón Þórðarson alþingismaður, að annarlegar ástæður kunni að búa að baki. Virðist vera að aðilar nátengdir forsætisráðherra séu eigendur Garðheima! Úúúúúúúú.
Af borgarmálum:
Á stóru flettiskilti við Holtagarða er mynd af Birni Inga Hrafnssyni ásamt orðunum:
Sundabraut
Alla leið!
Það er gott að þeir fari ekki hálfa leið og endi á hafi úti.
Munum, púúúúúú á Framsóknarflokkinn!
Kveðja,
Hagnaðurinn
mánudagur, maí 01, 2006
Lakers - Suns...
Það er skemmst frá því að segja að þetta var einn rosalegast leikur sem ég hef séð:
The Los Angeles Lakers may no longer be a one-man team, but they know where to go with the ball when the game is on the line.
Kobe Bryant's 17-foot jumper as time expired in overtime gave the Lakers an improbable 99-98 victory over the Phoenix Suns on Sunday and a 3-1 lead in their first-round playoff series.
Já, það er sko gaman að vera Lakers maður þessa dagana, sem og alla aðra daga!
Rifjum upp 2 aðra stóra daga sem eru minnistæðir:
Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.