þriðjudagur, maí 09, 2006

Hjólreiðar...

Í dag dró ég fram fjallahjólið mitt, sem þó hefur aldrei farið á fjöll. Hjólið hefur hins vegar farið víða um götur Reykjavíkur og nágrennis.

Ég tók mig til seinni partinn og hjólaði niðrí bæ, úr Seljahverfinu. Fór allan fossvogsdalinn, meðfram öskjuhlíðinni og þaðan niðrí bæ. Tók svo Miklubrautina heim.

Á leiðinni heim stoppaði ég stuttlega við í Fram-heimilinu, sem hefur breyst aðeins. Það er búið að byggja veglega viðbyggingu með flottum sal. Auk þess horfði ég aðeins á æfingu hjá meistaraflokki félagsins í fótbolta. Þar vakti sérstaklega athygli hversu beittur Viðar Guðjónsson var fram á við. Meðal annars skoraði hann fallegt mark, sláin inn, utan af velli. Auk þess setti hann eitt Henry mark, innanfótar í fjærhornið vinstra megin í teignum.

Nú spyrja menn sig: Er Viðar loksins að springa út?

Daði Guðmundsson virkaði hins vegar þreyttur, og ég tel ástæðu þreytunnar vera ljóðagerð Daða, stundum langt fram eftir nóttu. Rifjum upp eitt af betri ljóðum Daða:

Játning
Ég er Guðmundur Torfason í dulargervi.

Ég er hress, en þreyttur,
Hagnaðurinn