sunnudagur, maí 07, 2006

Alf og körfur...

Í orlofinu mínu hef ég horft á mikið af sjónvarpsefni sem ég hefði annars ekki gert. Þar ber líklega hæst þættirnir um Alf, geimveruna hressu.

Þættirnir eru á dagskrá á morgnana á Stöð 2, einhvern tímann á milli 10 og 11.

Það er skemmst frá því að segja að Alf er að koma sterkur inn. Mjög skemmtilegur þáttur.

**************

Annars vek ég athygli á því að það er búið að skipta um körfur útí Seljaskóla. Körfurnar eru að vísu allar lágar (ég get stokkið uppá hringinn!), en það eru fínir hringir, spjöld (mikilvægt fyrir Duncan) og net (mikilvægt fyrir mig).

Kveðja,
Hagnaðurinn