sunnudagur, maí 21, 2006

Fjöruborðið - Yfirvigt...

Fjöruborðið sló í gegn og bauð uppá veislu sem var töluvert yfir mínum væntingum.

Sérstaklega kom á óvart hvernig maturinn var borinn fram. Hvítvínið var í mjólkurglösum, nánast fyllt uppí topp, og svo var bara stór skál með humri (í skelinni), kartöflum og sítrónu, og slatta af smjöri á botninum. Annað meðlæti var salat, og e-ð brasað grænmeti.

Síðan var bara skellt á sig svuntu og tekið til hendinni, í orðsins fyllstu. Hnífapör voru óþörf að þessu sinni.

Einkunn:
90/100