Golf...
Ræs klukkan 06:40 am í morgun, og drullast af stað ásamt Jose Maria Biggazabal til Flúða, en það er krummaskurð í um 1 klst. fjarlægð frá höfuðstaðnum.
Það var rjómablíða þegar við runnum í hlað og daufa sveppalykt lagði yfir sléttur suðurlandsins. "Fullkomið veður fyrir golf", eins og stundum er sagt.
Ég var að spila völlinn í fyrsta sinn síðan árið 2003, og það var eins og ég væri á heimavelli. Ég var í Staples Center, ég var á Nou Camp, ég var á Anfield.
Lokaskor:
Hauger Woods (98) -- 49/49
Jose Maria Biggazabal (91) -- 46/45
Kannski ekkert svakalega merkilegar tölur, en stutta spilið var að stríða mér. "Það stóð ekki steinn yfir steini". Nú þarf bara að fara að slípa demantinn, og stefna að því að toppa á Bay Hill í ágústmánuði.
Golfkveðja,
Hauger Woods
Það var rjómablíða þegar við runnum í hlað og daufa sveppalykt lagði yfir sléttur suðurlandsins. "Fullkomið veður fyrir golf", eins og stundum er sagt.
Ég var að spila völlinn í fyrsta sinn síðan árið 2003, og það var eins og ég væri á heimavelli. Ég var í Staples Center, ég var á Nou Camp, ég var á Anfield.
Lokaskor:
Hauger Woods (98) -- 49/49
Jose Maria Biggazabal (91) -- 46/45
Kannski ekkert svakalega merkilegar tölur, en stutta spilið var að stríða mér. "Það stóð ekki steinn yfir steini". Nú þarf bara að fara að slípa demantinn, og stefna að því að toppa á Bay Hill í ágústmánuði.
Golfkveðja,
Hauger Woods
<< Home