sunnudagur, maí 28, 2006

Fótbolti...

Fyrr í dag spilaði ég með F.C. Bootcamp í Carlsbergdeildinni. Aldrei hef ég spilað gegn svo slöku liði, og hef ég spilað fótbolta reglulega frá árinu 1990. Þeir voru ömurlegir + einum færri allan leikinn.

Úrslit = 13-1.

Mér tókst þó að meiða mig (enn einu sinni) þegar ég bjargaði hetjulega frá Hafþóri/Eyþóri á línu. Það er fórnað sér fyrir málstaðinn með F.C. Bootcamp. Þetta eru samt svona Bauer-meiðsl, sem þýðir að ég geti snúið aftur mjög fljótlega (í næsta þætti).

*************************

Annars hef ég hugsað mér að spila með TLC í alvöru utandeildinni í sumar. Sjáum hvernig það gengur.

*************************

Auk þess er ennþá örlítill möguleiki að ég sé að fara á HM. Lítill er hann, en hann er!

"Gefum honum von, ohh ohh oh, Adrian Nigelsen biður um líf"