fimmtudagur, maí 18, 2006

Yfirvigt í gráðosti...

Á þriðjudaginn fékk ég mér gráðostaborgara á Red Chili. Þokkalegur borgari það.

Í gær eldaði ég fylltar kjúklingabringur með gráðosti og basiliku. Mjög gott.

Í dag fór ég svo á Grillhúsið Tryggvagötu og fékk mér gráðostaborgara, nema hvað. Hann var mjög góður.

***************************

Þetta heitir víst gráða-ostur, sbr. umræða hér og comment að neðan. Ég nenni samt ekki að leiðrétta textann að ofan.

***************************

Hér má sjá athyglisvert video af Belletti ganga um völlinn í gær, klukkustund eftir að leiknum lauk. Hann er víst að reyna að átta sig á því hvort þetta hafi verið draumur!!!