laugardagur, maí 20, 2006

Hlutdrægir lýsendur...

... er titill á Ljósvakanum á bls. 86 í sunnudags-mogganum. Þar segir m.a:

"... Hörður og Heimir voru þá heldur daprir í bragði, eins og leikurinn hefði farið frekar illa sem var auðvitað ekki rétt því að annað liðið vann, sem er jú markmiðið, og það vildi til að það var betra liðið sem vann, um það hljóta allir sem eitthvert vit hafa á knattspyrnulistinni að vera sammála."

Og meira:

"Það var hræðilega leiðinlegt fyrir mikinn Barcelona-mann að horfa á leikinn undir lýsingu þessara óvönduðu sjónvarpsmanna. Þeir eiginlega eyðilögðu alla stemningu. Ef lýsendur halda með öðru liðinu ættu þeir að minnsta kosti að segja áhorfendum það. Betra og skemmtilegra væri þó að að lýsendurnir héldu með sínu liðinu hvor. En faglega séð myndu sjálfsagt margir áhorfendur kjósa að lýsendurnir væru hlutlausir kunnáttumenn."

Ég er sammála hverju orði!