mánudagur, janúar 30, 2006

Karlaklúbburinn Clint...

... kom saman á laugardagskvöldið!

Við elduðum nautalundir, spiluðum póker og drukkum áfengi. Þessar myndir voru teknar við þetta tækifæri:

Saurinn, Hagnaðurinn, Forsetinn og Glæponinn við spilaborðið...

Opal-staup að hætti hússins. Herra Suðurnes er sérlega fagmannlegur!

Kveðja,
Hagnaðurinn

Bad news...

... ég er á leiðinni til Barcelona á föstudaginn.

Núna er komið í ljós að besti knattspyrnumaður heimsins, Ronaldinho, verður í banni í leiknum á sunnudag!

Auk þess verður Edmilson í banni, Eto'o er í afríkukeppninni, Xavi meiddur og Motta meiddur.

Það er ekkert annað!

Ég treysti á Messi litla.
Messi litli til bjargar!

Kveðja,
Hagnaðurinn

föstudagur, janúar 27, 2006

Hagnaður...

... þrátt fyrir gífurlegan hagnað bankanna á síðastliðnu ári, stendur einn hagnaður uppi skv. Google.

Það er Hagnaðurinn, með stóru H-i.

Frá því að hóf að rita hugleiðingar mínar, fréttir og annað á þessari síðu í júlí 2002 hef ég skrifað undir nafninu Haukur Hagnaður, og oftast Hagnaðurinn. Þá hafði ég haft þetta viðurnefni í nokkurn tíma.

Sagan á bakvið nafnið:
Á námsárum mínum í Suður-Karólínu (1999-2002) eyddi ég miklum tíma með Páli Snorra Viggóssyni (Palla) og bjó með honum um tíma. Palli gekk jafnan undir nafninu Porno, sem síðan þróaðist í Porno Profit (á bakvið þetta nafn er önnur saga og lengri).

Þar sem við vorum í námi í fjármálum þótti viðeigandi að ég hefði fjármálatengt viðurnefni. Haukur Hedge þótti ekki nógu sniðugt, og flestum óskiljanlegt (þótt það væri alþjóðlegt), og Haukur Hypothesis var of nörda- og tölfræðilegt. Það lá því beinast við að taka upp íslenskt nafn, og Haukur Hagnaður varð fyrir valinu!

Framtíðin:
Viðurnefni eru oft hluti af bernskunni og fíflalátum (þau borga sig, dæmin sanna það!). En mun ég verða fertugur Hagnaður, eða verð ég kallaður Hagnaðurinn á elliheimili?

Haukur Hagkvæmi gæti verið málið... en hljómar ekki nógu vel með greini: Hagkvæmingurinn!
Haukur Hagfræðingur er gott... en ég er ekki hagfræðingur!

Ég held að besta lausnin sé að umbreyta mér í Hauk Hluthafa, og ganga undir nafninu Hluthafinn! Þannig mun ég (vonandi) einnig verða Hagnaðurinn, en undir öðru nafni....

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Fréttir...

Harpa fór til Kaupmannahafnar í morgun ásamt fríðum hópi kvenna. Munu þær dvelja þar fram á mánudag.

__________________________

Ég hóf endurmenntun mína í Excel í Endurmenntun H.Í. núna í morgun. Þetta gekk nokkuð vel, og var bæði skemmtilegt og fræðandi.

__________________________

Eftir 8 daga fer ég ásamt pabba og bróður mínum til Barcelona. Munum við dvelja þar fram á mánudag, en þá fljúgum við til London, og náum hálfum degi þar. Við lendum svo í Keflavík um miðnætti.

__________________________

Klukkan 07:35 morguninn eftir á ég flug til Stokkhólms. Mun ég og vinnufélagi minn eiga heilan dag í borginni, en förum svo á ráðstefnu morguninn eftir, sem stendur fram yfir hádegi. Síðan verður flogið í gegnum Kaupmannahöfn á leiðinni heim, þar sem við stoppum í rúma 3 tíma.

__________________________

Alls mun ég því heimsækja 5 lönd (Spán, England, Ísland, Svíþjóð og Danmörku) á 3 dögum.

__________________________

Það er karlakvöld um helgina, og viðbúið að drykkja verði í hámarki!

Með kveðju,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Stund milli stríða..

24: The Game kemur út þann 28. febrúar næstkomandi.

Hér er video úr leiknum. (Þetta er einhver 27 MB. Ætti að opnast í windows media player. Virkilega töff og spennandi.)

Mæli eindregið með þessu!

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 23, 2006

Kobe Bryant...

... skoraði hvorki meira né minna en 81 stig í sigurleik Lakers í nótt.

Stiftamtmaðurinn var duglegur við að uppfæra mig um stöðu mála með SMS skilaboðum.

Klukkan 03:25 vaknaði ég til að pissa. Þar sem ég sat á rúmstokknum bárust mér fyrstu skilaboðin: "Þegar þetta er skrifað hafa Lakers skorað 3 stig á 6 mín og þeir eru að spila á móti Toronto sem fá að meðaltali á sig 101 stig í leik. Þetta er það versta sem ég hef séð á ævinni"

04:07
"Kobe er búinn að skora síðustu 20 stig fyrir þessa lélegu afsökun er þeir kalla Lakers lið. Við erum ennþá að skíta á okkur!"

05:07
HALTU ÞÉR FAST. KOBE SKORAÐI 81 STIG Í NÓTT. ÞETTA VAR TRÚARLEG UPPLIFUN. NÆST HÆSTA SKOR Í SÖGU NBA"

Þvílík snilld hjá mesta íþróttamanni samtímans.

Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.

Kveðja,
Hagnaðurinn

sunnudagur, janúar 22, 2006

Viðrar vel...

... er nýr hlekkur á síðunni.

Um er að ræða mp3/video síðuna "good weather for air strikes" , væntanlega skírt eftir einu besta lagi allra tíma!

Kalt mat eftir fyrstu skoðun:
Besta mp3 síðan sem ég hef fundið til þessa, auk þess sem hún passar best við minn tónlistarsmekk. Þarna verð ég fastagestur.

Quote af síðunni:
I have not met a person yet who has not enjoyed this album, and that includes my parents. I was tempted to make my end of year albums list just a list of "My 10 Favorite Songs on I'm Wide Awake, It's Morning", because this year thats all that matters. This is the album, more so than Sufjan or Silent Alarm, that will define 2005 for me. This album is perfect.

Hérna skrifar einhver um Bright Eyes.
Ég hef fundið tvo sem hafa ekki gaman af þessari plötu. Harpa sagði "viltu ekki bara flytja til Texas og hlusta á þetta kántrý." Þessi orð dæma sig sjálf. Einnig hafði Binni (BÁSA) ekki gaman af þessu.

I love it.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Spádómur...

... ég er búinn að dreyma 2 síðustu nætur að Lifrarpylsan muni leggja manutd af velli í dag.

Úrslit:
0-2

Markaskorarar:
Gerrard, Finnan

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

föstudagur, janúar 20, 2006

Framkvæmdamaðurinn...

Hagnaðurinn stendur í stórræðum þessa dagana, líkt og aðra daga.

Núna um helgina liggur fyrir að mála, parketleggja, spassla, setja saman húsgögn, setja upp ljós og sitthvað fleira. Ég held að málið sé að vera með pensil í annarri og bjór í hinni.

Ég fer því ekki í skíðaferð til Akureyrar eins og upphaflega áætlanir gerðu ráð fyrir.

Svo er Liverpool á sunnudag. Ég spái 1-1 í hörkuleik.

Helgarkveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Milljón...

Milljóndollarasíðan hefur verið í fréttum undanfarið. Frábær hugmynd hjá sniðugum dreng.

Núna hefur einhver Íslendingur fengum þessa hugmynd lánaða. Ég fór aðeins að skoða þetta, og mér sýnist fljótt á litið að hann/hún muni hafi miklu meira uppúr þessu en 1 milljón króna.

Ætli það sé greiddur skattur af þessu?

Er þetta kannski Hagnaðurinn?

Logi Geirsson...

... hefur farið ótroðnar slóðir í útliti á hári, og sjálfsagt mörgu öðru.

Nú er svo komið að maðurinn er farinn að hanna eigin hárvörn, eða hár eitthvað...

Svolítið sérstakt hjá honum!
Kíkið líka endilega á síðuna hans, og hækkið vel í græjunum!

"... það kemur dagur..."

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Íslenskt málfar...

Ég datt fyrir slysni inná heimasíðu Bjarnar Bjarnasonar. Ég er ekki fastagestur á þeirri síðu, enda finnst mér hún leiðinleg. Aftur á móti vakti ritstíll Bjarnar áhuga minn.

Mér þykir hann nota kommur á ótrúlega mörgum stöðum.

Til dæmis ávarp síðunnar:
Ég fagna því, að þú sért að skoða síðuna mína. Hér getur þú kynnst því, sem á daga mína hefur drifið síðan 19. febrúar 1995.

Annað dæmi:
Jóhann fer þarna í fótspor starfsbræðra sinna á DV, sem ég vitnaði til hér í dagbókinni í gær. Ég veit ekki, hvort Jóhanni finnst, að mælingar Gallups eigi að ráða því, hvort ég nefni mál hér á síðunni eða annars staðar. Málefni Baugs og Baugsmiðla mun ég ræða hér áfram, þegar mér finnst tilefni til þess.

Nú þarf ég að fá þetta á hreint.
Ég óska hér með eftir því, að einhver, sem veit eitthvað um þetta málefni, stígi hér fram, og útskýri málið, í eitt skipti fyrir öll.

Ef enginn svarar mér þá gæti ég séð mig knúinn til að senda Merði Árnasyni tölvupóst, og það vil ég helst ekki gera!

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 16, 2006

Allir litir hafsins eru kaldir...

... er nýr íslenskur spennuþáttur. Alls verða 3 þættir, og sá fyrsti var í gær, sunnudag. Hver þáttur er einhverjar 45 mínútur, svo samtals er þetta ca. ein bíómynd. Hilmir Snær leikur aðalhlutverkið.

Gott og vel.

Mér fannst þessi þáttur bara alveg ágætur. Ég geri minni kröfur til innlendrar dagskrárgerðar en erlendrar, þannig að þættir þurfa ekkert að vera neitt rosalega spennandi til að ná athygli minni. Jú, reyndar.

Þetta er náttúrulega spennuþáttur, svona í anda Arnaldar Indriða bókanna, en samt vantar eitthvað. Sérstaklega fannst mér hallærislegt þegar það átti að hafa CSI-krufningaratriði. Alls ekki að virka fyrir mig... "Ég myndi þekkja bareflið ef ég sæi það"

En hver er dómurinn?
Ætla ég að horfa í næstu viku?
.... já, ekki spurning.

Kveðja,
Hagnaðurinn

ps. Ég geri sömu kröfur til innlendrar og erlendrar tónlistar.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Getnaðarvörn...

Við Harpa vorum að fjárfesta í einhverju sem heitir vagn, kerra eða kerruvagn.

Strákar, haldið ykkur fast:
Vagninn kostaði 70.000 krónur!

Þessa dagana heyri ég línur eins og "þetta er rollsinn í kerrunum" og "þetta dugar í mörg ár".

Ég veit það ekki strákar. Ég held að það sé erfitt að kalla sig Hagnaðinn eftir þetta!!!!

Kveðja,
Rekstrarhallinn

föstudagur, janúar 13, 2006

Splash...

... á Sirkus er frekar súr þáttur.

Ég var aðeins að horfa á þetta í kvöld, á milli þess sem ég nennti ekki að horfa á fúlt Idol, og ég hef bara aldrei séð jafn mikla vitleysu. Sérstaklega voru einhverjir einstaklingar sem búa suður með sjó einstaklega asnalegir. Svo voru stelpurnar þarna mjög mikið fyrir að bera sig, sem er kannski bara aðallega fyllerísrugl, en common.

Ég veit það ekki; er Jackass djókið ekki örugglega búið?

En ég gaf þessu allavega séns, og mun ekki eyða frekari tíma í að horfa á þetta í framtíðinni. Það er bara svo margt í boði sem er miklu miklu betra. Raunveruleikaþættir eru búnir að vera... fyrir utan Rock Star Inxs. Ein ástæða stendur þar uppúr.

Sjónvarpsrýni,
Hagnaðurinn

Verkjatöflur...

... ég er búinn að vera að bryðja verkjatöflur í dag. Annars vegar Voltaren Dolo (sem eru vægar), og núna áðan fékk ég uppfærslu og fór í Voltaren Rapid (fyrir fullorðna).

Ég verð að segja að mér líður hálf undarlega af þessum töflum.

Ég hugsa líka að ef ég myndi reka við núna, þá myndi koma ansi slæm lykt. Ég ætla að reyna að halda þessu inni!

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Touching the Void...

... í gær horfði ég á þessa stórfenglegu kvikmynd. Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, þá bara drífa sig út á leigu núna strax.

Minnistæð setning úr myndinni:
Joe Simpson: Bloody hell... I'm gonna die to Boney M.

... í kvöld fór ég svo í fótbolta í Risanum Kaplakrika, og meiddist nokkuð illa á nára. Á miðri leið út í bíl hugsaði ég éð mér 'I´m not gonna make it'. Þá varð mér hugsað til Joe Simpson, og drullaðist áfram.

____________________________

Í fyrrakvöld horfði ég svo á Anchorman. Þetta er óborganlega fyndin mynd.

Ron Burgundy: Discovered by the Germans in 1904, they named it San Diego, which of course in German means a whale's vagina.

Hahahahaha,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, janúar 11, 2006

DV-málið...

... er eiginlega strax orðið þreytt, og flestir munu verða búnir að gleyma því á föstudaginn.

Ég er búinn að fylgjast aðeins með umræðum á NFS og í Kastljósinu.

Helstu niðurstöður:
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, spilaði sterka vörn, og svaraði bara út í loftið. Hann var soldill Juventus; 0-0.

Dómkirkjuprestur var yfirlýsingaglaður og skaut föstum skotum. Hann var Múrinjó.

Inga Lind og Svanhildur litu út eins og tískuslys, og voru álíka beittar í sínum spurningum og sóknarmenn Sunderland eru upp við markið.

Viðmælendurnir á NFS töluðu og töluðu, en sögðu ekki neitt. Líklega voru þau með ofbirtu í augunum og gátu ekki hugsað skýrt.

Ég sofnaði svo þegar Hjálmar Árnason og Kolbrún Halldórs mættu í settið hjá Kastljósinu. Liverpool á tímum Húllíer?

Blablablablablabla
Blablablablablabla

Er Kobe Bryant að grínast?

Síðustu 4 leikir:
Indiana - 45 stig - Sigur
L.A.Clippers - 50 stig - Sigur
Philly - 48 stig - Sigur
Memphis - 45 stig - Tap

Lakers spilar svo við Portland í kvöld.
Þar verður skemmtilegt að fylgjast með hinum sjálf-nefnda "Kobe Stopper", Ruben Patterson, kljást við Kobe. Þess má til gamans geta að ég sá Ruben eitt sinn í mall-i í Charlotte, North-Carolina.

Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.
Hagnaðurinn

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Hagnaðurinn...

... er 27 ára gamall í dag!

... og næstu 364 daga.

Takk fyrir kveðjurnar,
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 09, 2006

Breytingar...

... eru jafnan góðar!

Nokkrar breytingar hafa orðið í hlekkjum hér hægra megin:

Þessir duttu út:
Simmi
Jack Bauer
Tilveran (www.geimur.is kom í staðinn)

Þessi er í hættu:
Ommidonna

Nýtt inn:
a) Nokkur Mp3 blog... Torture Garden, So Much Silence, DC Copenhagen og Gummi Joh. Allt saman snilldarsíður. Fullt af Sufjan og Arcade Fire og fleira gúmmílaði.

b) Tvær slúður síður... annars vegar Trent, og hins vegar Just Jared. VARÚÐ VARÚÐ SPOILER WARNING!!!!

Góða skemmtun,
Hagnaðurinn

Falsaðar golfvörur í Kína...

... þetta gæti haft áhrif á áform mín fyrir næsta tímabil.

Kínverjar selja falsaðar golfvörur í miklu magni, og ég ætlaði að fá mér eins og eitt sett. Það gæti verið í uppnæmi. Sjáum til.

Kveðja,
Hagnaðurinn

sunnudagur, janúar 08, 2006

Architecture in Helsinki...

... gáfu á síðasta ári út plötuna In Case we Die.

Platan fékk víða glymrandi dóma og rankaði hátt á mörgum árslistum ársins 2005. Auk þess komu þeir til Íslands og spiluðu á Airwaves hátíðinni.

Það var hins vegar ekki fyrr en fyrrverandi MS-ingurinn (eins og ég) og Maus-arinn Birgir Örn Steinarsson, skrifaði dóm í Fréttablaðið í gær, laugardag, að ég drullaðist til að ná mér í gripinn. Þar kallaði hann plötuna meistaraverk og fór fögrum orðum um hana. Ég tek jafnan mikið mark á skrifum Birgis, og ef hann kallar eitthvað meistaraverk, þá opna ég eyrum uppá gátt.

Í gær og í dag hef ég hlustað á plötuna nokkrum sinnum, og ég verð að vera sammála Birgi. Platan er frábær. Mæli eindregið með henni.

_______________________________

Ég mæli einnig eindregið með plötunni I´m Wide Awake, It´s Morning með Bright Eyes. Hún er einnig frá árinu 2005. Ótrúlega góð plata.

Báðar komast þessar plötur á topp 5 listann minn fyrir árið 2005.

Þar hafiði það,
Hagnaðurinn

laugardagur, janúar 07, 2006

MSN...

.. nú er ég soldill MSN-kall. Alltaf að senda skilaboð um allt og ekkert, og bara nánast alltaf online.

Ég er með 85 manns á mínu MSN, og þar af eru svona 30-40 að jafnaði online yfir daginn, og eitthvað færri á kvöldin.

Hvað með ykkur hin?
Erum við að tala um einhvern svakalegan fjölda eða?
Smá könnun bara.

Forvitinn,
Hagnaðurinn

ps. Mér skilst að Messengerinn taki að hámarki 600 manns.

föstudagur, janúar 06, 2006

Menntun + fleira...

Í dag skráði ég mig í meistararitgerðina í Háskólanum. Markmiðið er að klára hana fyrir maí, og útskrifast svo í júní. Enn er ekki ákveðið hvert ritgerðarefnið skuli vera.

Í dag skráði ég mig líka í Excel 2000 II - fjármál og rekstur, en það er námskeið við Endurmenntun H.Í. Það er mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttu sinni í fræðunum, og bæta sig þar sem betur má gera.... "In Excel, I excel"

_________________________

Svo er skíðaferð til Akureyrar 20-22 janúar. Vinnan. Ég mun líklegast halda mig frá skíðunum, enda stórhættulegt sport.

Góða helgi,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Viðskiptabann og viðskiptaþvinganir...

... í tilefni þess að Harpa fór á Burger King í gær, er rétt að hafa eftirfarandi á hreinu:

Á eftirtöldum veitingastöðum ríkir viðskiptabann:
Thai Matstofan - viðbjóðslegur matur
Burger King - viðbjóðslegur matur
Hard Rock Cafe - farinn á hausinn
Papinos Pizza - gæðaleysi
Hlöllabátar - ömurleg þjónusta
Pizza Hut - ömurleg þjónusta

Á eftirtöldum veitingastöðum ríkja viðskiptaþvinganir:
TGI Fridays - þjónusta + matur + viðmót
Ruby Tuesday - hæg þjónusta
KFC - matur á gráu svæði

Ég vona að ég sé ekki að gleyma einhverju mikilvægu. Þetta er allavega það helsta. Gaman væri að heyra skoðun lesenda, þar sem þetta er hitamál. Hitamál, segi ég.

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Kiddi K.R....

... er farinn að lesa fréttir á NFS.

Alltaf gaman þegar fyrrverandi (núverandi?) skrípakall er kominn í svona ábyrgðarstöðu. Hann stóð sig bara vel kallinn, en ég átti þó í smá erfiðleikum með að taka hann alvarlega.

Fylgjumst með,
Hagnaðurinn

mánudagur, janúar 02, 2006

Snúinn aftur til vinnu...

... eftir frí milli jóla og áramóta.

Það er fínt að vera mættur aftur til vinnu. Reyndar alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun, en samt alveg hressandi þegar maður var kominn af stað, og gat hlustað á vitleysingana í Capone tala um eitthvað bull.

Það er líka ánægjulegt að flestir landsmenn fengu 1% extra launahækkun þessi áramótin, þar sem tekjuskattsprósentan var að lækka. Sumir fengu reyndar launauppbót hátt á annað hundrað milljónir króna. Það er bara fair, ekki satt?

___________________________

Daginn er aftur tekið að lengja, þrátt fyrir að fátt bendi til þess, sérstaklega þegar maður vinnur inni allan daginn.

En það er ýmislegt til að láta sér hlakka til:
10. jan = afmæli
3. feb = Barcelona
Apríl = Sigurrós Hafsól

Þarf að finna eitthvað fyrir mars. Framkvæmdir hugsanlega?

Að lokum:
The Life Pursuit með Belle & Sebastian er hressandi og skemmtilegur geisladiskur. Fyrsti diskurinn sem ég eignast á árinu 2006.

Kveðja,
Hagnaðurinn