Harpa fór til Kaupmannahafnar í morgun ásamt fríðum hópi kvenna. Munu þær dvelja þar fram á mánudag.
__________________________
Ég hóf endurmenntun mína í Excel í Endurmenntun H.Í. núna í morgun. Þetta gekk nokkuð vel, og var bæði skemmtilegt og fræðandi.
__________________________
Eftir 8 daga fer ég ásamt pabba og bróður mínum til Barcelona. Munum við dvelja þar fram á mánudag, en þá fljúgum við til London, og náum hálfum degi þar. Við lendum svo í Keflavík um miðnætti.
__________________________
Klukkan 07:35 morguninn eftir á ég flug til Stokkhólms. Mun ég og vinnufélagi minn eiga heilan dag í borginni, en förum svo á ráðstefnu morguninn eftir, sem stendur fram yfir hádegi. Síðan verður flogið í gegnum Kaupmannahöfn á leiðinni heim, þar sem við stoppum í rúma 3 tíma.
__________________________
Alls mun ég því heimsækja 5 lönd (Spán, England, Ísland, Svíþjóð og Danmörku) á 3 dögum.
__________________________
Það er karlakvöld um helgina, og viðbúið að drykkja verði í hámarki!
Með kveðju,Hagnaðurinn