föstudagur, janúar 20, 2006

Framkvæmdamaðurinn...

Hagnaðurinn stendur í stórræðum þessa dagana, líkt og aðra daga.

Núna um helgina liggur fyrir að mála, parketleggja, spassla, setja saman húsgögn, setja upp ljós og sitthvað fleira. Ég held að málið sé að vera með pensil í annarri og bjór í hinni.

Ég fer því ekki í skíðaferð til Akureyrar eins og upphaflega áætlanir gerðu ráð fyrir.

Svo er Liverpool á sunnudag. Ég spái 1-1 í hörkuleik.

Helgarkveðja,
Hagnaðurinn