mánudagur, janúar 16, 2006

Allir litir hafsins eru kaldir...

... er nýr íslenskur spennuþáttur. Alls verða 3 þættir, og sá fyrsti var í gær, sunnudag. Hver þáttur er einhverjar 45 mínútur, svo samtals er þetta ca. ein bíómynd. Hilmir Snær leikur aðalhlutverkið.

Gott og vel.

Mér fannst þessi þáttur bara alveg ágætur. Ég geri minni kröfur til innlendrar dagskrárgerðar en erlendrar, þannig að þættir þurfa ekkert að vera neitt rosalega spennandi til að ná athygli minni. Jú, reyndar.

Þetta er náttúrulega spennuþáttur, svona í anda Arnaldar Indriða bókanna, en samt vantar eitthvað. Sérstaklega fannst mér hallærislegt þegar það átti að hafa CSI-krufningaratriði. Alls ekki að virka fyrir mig... "Ég myndi þekkja bareflið ef ég sæi það"

En hver er dómurinn?
Ætla ég að horfa í næstu viku?
.... já, ekki spurning.

Kveðja,
Hagnaðurinn

ps. Ég geri sömu kröfur til innlendrar og erlendrar tónlistar.