Architecture in Helsinki...
... gáfu á síðasta ári út plötuna In Case we Die.
Platan fékk víða glymrandi dóma og rankaði hátt á mörgum árslistum ársins 2005. Auk þess komu þeir til Íslands og spiluðu á Airwaves hátíðinni.
Það var hins vegar ekki fyrr en fyrrverandi MS-ingurinn (eins og ég) og Maus-arinn Birgir Örn Steinarsson, skrifaði dóm í Fréttablaðið í gær, laugardag, að ég drullaðist til að ná mér í gripinn. Þar kallaði hann plötuna meistaraverk og fór fögrum orðum um hana. Ég tek jafnan mikið mark á skrifum Birgis, og ef hann kallar eitthvað meistaraverk, þá opna ég eyrum uppá gátt.
Í gær og í dag hef ég hlustað á plötuna nokkrum sinnum, og ég verð að vera sammála Birgi. Platan er frábær. Mæli eindregið með henni.
Ég mæli einnig eindregið með plötunni I´m Wide Awake, It´s Morning með Bright Eyes. Hún er einnig frá árinu 2005. Ótrúlega góð plata.
Báðar komast þessar plötur á topp 5 listann minn fyrir árið 2005.
Þar hafiði það,
Hagnaðurinn
Platan fékk víða glymrandi dóma og rankaði hátt á mörgum árslistum ársins 2005. Auk þess komu þeir til Íslands og spiluðu á Airwaves hátíðinni.
Það var hins vegar ekki fyrr en fyrrverandi MS-ingurinn (eins og ég) og Maus-arinn Birgir Örn Steinarsson, skrifaði dóm í Fréttablaðið í gær, laugardag, að ég drullaðist til að ná mér í gripinn. Þar kallaði hann plötuna meistaraverk og fór fögrum orðum um hana. Ég tek jafnan mikið mark á skrifum Birgis, og ef hann kallar eitthvað meistaraverk, þá opna ég eyrum uppá gátt.
Í gær og í dag hef ég hlustað á plötuna nokkrum sinnum, og ég verð að vera sammála Birgi. Platan er frábær. Mæli eindregið með henni.
_______________________________
Ég mæli einnig eindregið með plötunni I´m Wide Awake, It´s Morning með Bright Eyes. Hún er einnig frá árinu 2005. Ótrúlega góð plata.
Báðar komast þessar plötur á topp 5 listann minn fyrir árið 2005.
Þar hafiði það,
Hagnaðurinn
<< Home